Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 28
Finnur Guðmundsson: íslenzkir fuglar VII Súla (Sula bassana (L.)) Súlan er fagur og tilkomumikill fugl, sem ásamt skörfunum telst til fuglaættbálks, er á vísindamáli kallast Pelecaniform.es, en til þess ættbálks teljast einnig pelíkanar. Það er eitt einkenni á öllum fugl- um af þessum ættbálld, að þeir hafa sundfit milli allra tánna fjögurra. Súlan er stór fugl, en þyngd hennar er þó ekki eins mikil og við mætti búast eftir stærð. Stafar það af því, að hún er mjög fiður- mikil og vængjalöng, en ekki að sama skapi skrokkstór. Fullorðnar súlur vega þó —3% kg, en ófleygir ungar fullgerðir geta þó ver- ið enn þyngri eða allt að kg eða meira. Súlan er hvít á lit með rjómagulum blæ á hvirfli og höfuðhliðum, aftan á hálsi og á hálshliðum. Handflugfjaðrir, handþökur og þumal- vængur er mósvart. Nefið er ljósgrátt með bláleitum blæ. Milli nef- rótar og augna er húðin ber og blágrá eða blýgrá á lit. Nakinn blett- ur á kverk er eins á lit, en dekkri. 1 kringum augað er himinblár hringur með svörtum írum. Lithimna augans er ljósgrá eða jafnvel nærri hvit með mjóum svörtum hring yzt. Fætur eru dökkgráir með ljósblágrænum rákum ofan á tánum og framan á ristinni. Bæði kyn- in eru eins á lit og enginn munur er á lit eftir árstíðum. — Þegar unginn kemur úr egginu er hann nær ber og blindur og er húðin blásvört eða grásvört á lit. Brátt klæðist unginn þó hvítum dúnbún- ingi, sem síðar víkur fyrir fyrsta ungfuglsbúningnum, sem fuglinn íklæðist áður en hann verður fleygur og yfirgefur hreiðrið. 1 þess- um búningi er fuglinn móbrúnn með þéttum, hvítum dílum að ofan- verðu og á höfði og hálsi, en að neðanverðu skolhvítur með grá- brúnum fjaðraoddum og jöðrum. Við hvern árlegan fjaðrafelli lýsist fuglinn síðan smátt og smátt, en fær þó ekki lit fullorðinna fugla að fullu fyrr en hann er 4—5 ára. Varpheimkynni súlunnar eru við norðanvert Atlantshaf, bæði aust- an hafs og vestan. Mest er af henni á Bretlandseyjum og hafa Bretar alla tíð haft forustu um rannsóknir varðandi útbreiðslu hennar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.