Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 28

Náttúrufræðingurinn - 1953, Síða 28
Finnur Guðmundsson: íslenzkir fuglar VII Súla (Sula bassana (L.)) Súlan er fagur og tilkomumikill fugl, sem ásamt skörfunum telst til fuglaættbálks, er á vísindamáli kallast Pelecaniform.es, en til þess ættbálks teljast einnig pelíkanar. Það er eitt einkenni á öllum fugl- um af þessum ættbálld, að þeir hafa sundfit milli allra tánna fjögurra. Súlan er stór fugl, en þyngd hennar er þó ekki eins mikil og við mætti búast eftir stærð. Stafar það af því, að hún er mjög fiður- mikil og vængjalöng, en ekki að sama skapi skrokkstór. Fullorðnar súlur vega þó —3% kg, en ófleygir ungar fullgerðir geta þó ver- ið enn þyngri eða allt að kg eða meira. Súlan er hvít á lit með rjómagulum blæ á hvirfli og höfuðhliðum, aftan á hálsi og á hálshliðum. Handflugfjaðrir, handþökur og þumal- vængur er mósvart. Nefið er ljósgrátt með bláleitum blæ. Milli nef- rótar og augna er húðin ber og blágrá eða blýgrá á lit. Nakinn blett- ur á kverk er eins á lit, en dekkri. 1 kringum augað er himinblár hringur með svörtum írum. Lithimna augans er ljósgrá eða jafnvel nærri hvit með mjóum svörtum hring yzt. Fætur eru dökkgráir með ljósblágrænum rákum ofan á tánum og framan á ristinni. Bæði kyn- in eru eins á lit og enginn munur er á lit eftir árstíðum. — Þegar unginn kemur úr egginu er hann nær ber og blindur og er húðin blásvört eða grásvört á lit. Brátt klæðist unginn þó hvítum dúnbún- ingi, sem síðar víkur fyrir fyrsta ungfuglsbúningnum, sem fuglinn íklæðist áður en hann verður fleygur og yfirgefur hreiðrið. 1 þess- um búningi er fuglinn móbrúnn með þéttum, hvítum dílum að ofan- verðu og á höfði og hálsi, en að neðanverðu skolhvítur með grá- brúnum fjaðraoddum og jöðrum. Við hvern árlegan fjaðrafelli lýsist fuglinn síðan smátt og smátt, en fær þó ekki lit fullorðinna fugla að fullu fyrr en hann er 4—5 ára. Varpheimkynni súlunnar eru við norðanvert Atlantshaf, bæði aust- an hafs og vestan. Mest er af henni á Bretlandseyjum og hafa Bretar alla tíð haft forustu um rannsóknir varðandi útbreiðslu hennar og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.