Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN En hann skipulagði líka sjálf vísnidin. Ef flett er upp í verk- um eldri höfunda, finnst manni þau vera einn hrærigrautur. f fyrsta lagi var plöntunum ruglingslega raðað, án greinilegs kerfis. Þetta leið- rétti Linné með kynfærakerfi, sem byggt var á fjölda frævla og fræva. Kerfi þetta var tilviljunarkennt, eins og símaskráin er tilviljunar- kennd röðun símnotenda. Og Linné sjálfum var alveg ljóst, að t. d. ilmreyr (Anthoxanthum) hlaut að standa öðrum grösum næst, enda þótt nauðsynlegt væri að flokka hann á annan stað í kynfærakerfinu. En ef við lítum á kerfið sömu augum og símaskrá, þá bar það svo af, að það hefur haldið gildi sínu til vorra daga. í öðru lagi, og það skipti enn meira máli, höfðu plönturnar ekki hlotið almennileg nöfn. Auðvitað höfðu þær alþýðleg heiti eins og nú, en slík nöfn eru oft bundin sérstökum héruðum og harla ónóg í vís- indum. Að víðir heitir Salix og grasvíðir Salix hebacea, veit svo að segja hver maður nú á tímum. En fyrir daga Linnés var ekki hægt að vísa til plöntu á svo einfaldan hátt. Nei, grasvíðirinn var Salix alpina lucida repens, alni rotunda folia, þ. e. hinn gljáandi, skriðuli víðir með kringlótt blöð eins og á elri. öðrum þótti þetta nokkuð þungt í vöfum og nefndi hann einfaldlega Herba facie pyrola, — jurtin, sem lítur út eins og Pyrola (klukkublóm), en það geta nú verið skiptar skoðanir um það, hversu heppileg sú nafngift er. Og enn aðr- ir mynduðu önnur nöfn, ýmist flókin eða villandi, og stundum hvort- tveggja. Nú er í öllum flórum greinilega skilið á milli nafnsins á plöntunni og lýsingar hennar, því að okkur er vel ljóst, að ekki er hægt að fela alla lýsingu plöntunnar í nafninu. Heitið er merki, það er að vísu gott, ef það lýsir plöntunni um leið, en enginn verulegur missir. Þó að við köllum fléttu Cetraria nivalis (nivalis — snjór), þá gerir ekkert til, þó að hún yxi á stöðum, þar sem aldrei festir snjó. Það er dálítið klaufalegt, en það sakar ekki, og í lýsingunni er hægt að taka fram þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru. Þessi greinarmunur á nafni og lýsingu var ekki til fyrir daga Linnés og romsa eins og Salix alpina lucida o. s. frv. var jöfnum höndum lýsing og nafn. Það er eitt af afrekum Linnés, að hann fann nothæf heiti á plönturnar og dýrin reyndar líka.1) 1) Það er kannski ekki úr vegi að minna á gamla sögu um skólakennarann, sem var að kveðja unglingana sína, eftir langt starf í þjónustu uppeldismálanna. Hann flutti þá ræðustúf, sem endaði á þessa leið: „Og þó hefur almætti skaparans ekki birzt mér betur í neinu öðru en einmitt því, að ekki finnst nokkurt það kvik- indi, að það eigi sér ekki latneskt heiti“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.