Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1953, Side 17
ATHUGASEMDIR UM MYNDÚN HVERFJALLS 159 hvers konar myndun þessar baunir eru. Hér er um að ræða 'vel þekkt fyrirbrigði, einkum er það þekkt í Svíþjóð vegna hinnar miklu hagnýtu þýðingar, sem það hefur haft þar í landi. Þetta fyrirbrigði er baunamyndun sem afleiðing af útfellingu járns í stöðuvötnum. Ég tilfæri hér upplýsingar þetta varðandi úr Svenska jordbrukets bok, 1922, þar sem Osc. Nordquist segir eftirfarandi um botnmyndanir í stöðuvötnum (bls. 38): „Sárskilt inom sádana sjöar, vilka áro belágna inom mosstraktar pá sand- och grusbotten, tilföres elitoralen (= grunnsvæðið) ett stándigt tilskott av járn- (delvis ocksá mangan-) haldigt grundvatten. Dá detta járnhaltiga grundvatten tráffar samman med sjövattnet, utfálles jár- net och samlar sig kring sand och grus, rester av váxt og djur, gyttje- bollar och exkrementklumpar. Sálunda uppstár under tidernes lopp en avlagring av sjömalm i form av hagel-, árt-, samt penningformade och pá mánget annat sátt gestaltade konkretioner.“ Þess er getið, að járnvinnsla í Svíþjóð hafi áður byggzt á svona botnlögum, og jafn- vel enn í dag sé hún stunduð í smáum stíl. Var botnlagið skafið niður um ís að vetrinum og hét það malmfiske. Lýsingin að ofan á vel við um gerð baunalagsins í Mývatnssveit. Það er vafalaust myndað í fornu stöðuvatni, enda er mér ekki kunn- ugt um að svona baunir geti myndazt á nokkurn annan hátt. Jámið er bindiefnið í leirnum, sem hlaðizt hefur utan á sandkornin: jám- bindingin skýrir það, hve baunirnar geta verið harðar. Járnmagnið, sem fer í bindinguna, er hins vegar ekki mikið. Jóhann Jakobsson efnafræðingur í Atvinnudeild háskólans gerði fyrir mig þrjár járngreiningar, með þeim árangri sem hér segir: Nr. 1. Baunalagið... 14.62% járn, reiknað sem Fe2 03 Nr. 2. Einstök baun. 15.94% -—- — — — Nr. 3. Brúnn sandsteinn . 15.26% — — — — 1 Nr. 1 kemur fram bæði leir, bindiefni og sandkorn, en í Nr. 2 var tekin ein stór baun með litlu sandkorni innan í. Þar ætti bindiefnis- ins, járnsins, að gæta meir, enda reynist það svo. Nr. 3 er ekki úr baunalaginu, heldur úr brúnum sandsteini frá öðr- um stað í móhellunni. Hann er járnríkari en baunalagssýnishorn Nr. 1. Hér virðist það koma fram, að efni móhellunnar sé af ýmsum upp- runa, eins og vænta má um foksand. Járn getur verið nokkuð mis- jafnt í efni umhverfisins. Þannig gefur S.Þ. tvær efnagreiningar i

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.