Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 22
164
NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN
ber, eru algeng í dældum á sendnum öræfum landsins. Einstaka
stærri stein, sem vindur hefði ekki ráðið við, sá ég á svæðinu milli
Hverfjalls og Námafjalls, og má ætla að vatn, t. d. í leysingum, hefði
stuðlað að flutningi þeirra.
1 dreifingu efnisins eftir grófleika er þannig ekki hægt að sjá neina
ótviræða tengingu við Hverfjall. Hitt er svo annað mál, að ekkert er
sennilegra en að móhellan hafi fengið talsvert af efni frá sandhlíð-
um Hverfjalls.
í því sambandi skal ég minnast á gerð glersins í móhellukornun-
um. Það er yfirleitt fínporfyritiskt, þ. e. sett feldspatkrystöllum og
þau einkenni finnum við einmitt í Hverfjallsmóberginu. Þessi innri
gerð glersins væri, að þvi leyti sem athuganir ná, mikill stuðningur
við skoðun S.Þ., ef ekki kæmu til öll hin einkenni móhellunnar, sem
sanna að hún er ekki gerð úr upprunalegri gosösku, heldur efni, sem
fokið hefur að á löngum tíma.
Mikla rannsókn á berglögum í umhverfi Mývatnssveitar þyrfti lik-
lega til, ef rekja ætti uppruna glersandsins, sem móhellan er gerð úr
og auðvitað þyrfti að smásjárskoða móhelluglerið mjög víða. En þá
þyrfti jafnframt að rekja sögu uppblásturs á þessum slóðum. Væri
hér um skemmtilegt verkefni að ræða, sem hins vegar verður ekki
séð, að snerti á neinn hátt uppruna Hverfjalls.
Hér að framan hefi ég orðið að vera all-langorður til þess að sýna,
að móhellan er ekki upprunaleg gosaska. Hún segir ekkert um upp-
runa Hverfjalls né aldur. Ég verð nú að athuga lítillega það, sem S. Þ.
hefur um Hverfjall sjálft að segja.
Hann álítur, að ruðningshjúpurinn sé veðraður úr móbergi fjalls-
ins. Nú telur hann að aðkomuefnin, efnið í ruðningshjúpinn, séu um
Yso af móbergi fjallsins, minna að ofan en neðan.
1 allra minnsta lagi er ruðningshjúpurinn 1 m á þykkt að meðal-
tali og til þess að mynda hann hefði þá þurft að veðrast burt um
50 m lag af móbergi að utan og innan og garðurinn að lækka að
sama skapi. Hér er um stórkostlega eyðingu að ræða, ekki sízt ef hún
hefði átt að gerast á 2500 árum. 1 því sambandi má og benda á, að
Sigurður telur Þrengslaborgir og Hverfjall jafngamla gígi (100—200
ára aldursmunur, bls. 157—158). Myndir hans sýna hins vegar, að
Þrengslaborgir mega teljast alveg ósnortnar af veðrun. Virðist þetta
ekki í sem beztu samræmi hvort við annað, jafnvel þótt Hverfjall
væri talið gert úr meirara efni en borgirnar.