Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 11
ATHUGASEMDIR UM MYNDUN HVERFJALLS 153 mánuðum, veikar. Grófa efnið komst þar yfirleitt ekki verulega út fyrir gígveggina og í þeim ægir saman grófu og fínu efni, andstætt því, sem er í garði Hverfjalls. Samanburður S. Þ. á jafnólíkum gígum að inmi gerð og Hverfjalli og Axlargíg, er eitt dæmi þess, hversu grein hans er fjarri því að hitta kjarna þess máls, sem um er að ræða. Hafi Hverfjall ekki myndazt eins og ég hélt fram, heldur í spreng- ingum, hafa það orðið að vera smágusur, eins og ég vil kalla það, er aðeins komu efninu rétt upp úr gígkverkinni. Þetta felst í grein minni, þar eð ég nota alltaf orðið kraftmiklar, er ég afneita sprengingum. Tilraun S.Þ. til að láta líta svo út, eins og ég afneiti þeim möguleika, að gígir geti hlaðizt upp í sprengigosum, er ekki svara verð. Rannsókn minni á Hverfjalli og Hrossaborg var ekki ætlað að vera tæmandi, en ég taldi hana nægilega ýtarlega til að réttlæta þær álykt- anir, er ég dró og að ofan getur, og ég vildi benda á hin nýju sjónar- mið, svo að fleiri gætu um þau fjallað. Nokkru eftir birtingu greinar minnar hóf S. Þ. jarðfræðirannsóknir í Mývatnssveit og stundaði þær sumar eftir sumar, og bjóst ég þá við, að hann mundi bæta um verk mitt. Aðgerðir hans og niðurstöður urðu þó með allt öðrum hætti en mig hefði getað órað fyrir. Sigurður kemst að þeirri niðurstöðu í hinni löngu grein sinni, að Hverfjall hafi myndazt í stórkostlegu sprengigosi. Hann telur sig hafa fundið gosefnin, er lengra bárust, 2—3 m þykkt öskulag, er nær norður í Námaskarð, og loks hefur hann ákveðið aldur gossins æði nákvæmlega; það varð fyrir 2300—2800 árum, eða löngu eftir ísöld. Að vonum verða rannsóknir mínar á Hverfjalli harla léttvægar í ljósi þessara nýju sanninda. Sigurður fellir og þann allsherjardóm, að grein mín „byggist fremur á trú en gaumgæfilegri skoðun“. En nið- urstöður hans hafa enn víðtækari afleiðingar fyrir mig. f lokaorðum greinarinnar er bent á, að fyrst mér hafi verið svona mislagðar hend- ur um rannsókn á Hverfjalli, muni fleira þurfa að endurskoða af rit- smíðum mínum. Það er þó nokkur huggun, að S.Þ. gefur vonir um það, ef ég skil hann rétt, að hann muni að einhverju leyti taka það verk að sér. Þess skal getið, að þessar niðurstöður hafa birzt á eftirfarandi hátt: Fyrst sem erindi í Náttúrufræðifélaginu 14. janúar 1952, þá í Morg- unblaðinu 16. janúar, þar sem blaðlesendum er bent á, að niðurstöð- ur mínar hafi verið algerlega rangar. Síðan kom greinin í þessu tíma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.