Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1953, Blaðsíða 7
GRUNDVALLARRIT GRASAFRÆÐINNAR 149 Þá ber næst að geta þess, að Linné fann hið einfalda snjallræði, sem nafngift nútímans byggist á. Heitið er tvöfalt, fyrri hlutinn tákn- ar ættkvíslina (Salix), seinni hlutinn tegundina innan ættkvislarinn- ar (S. herbacea). Heitið þarf þannig ekkert að segja um það, hvernig plantan lítur út, en það greinir á hinn bóginn frá því, hvar plönt- unni skuli skipað, hvar hún á sína ættingja. Ættkvíslarheiti voru notuð fyrir daga Linnés. Þetta var i rauninni einfalt mál, og svona lítið þurfti til að regla kæmist á. Vér köllum þetta tvöfalda nafngift, vegna þess að heitið hefur tvo liði, og þó að skiptar væru skoðanir um verk Linnés, þá ruddi þetta kerfi sér hvarvetna rúms. Framar öðru hefur þessi ein- falda en hagnýta úrbót haldið nafni Linnés á loft í líffræðinni, og það er einkum hún, sem gefur bókinni Species plantarum sérstakt gildi. 1 henni er tvöföld nafngift notuð í fyrsta skipti. En það er líka fleira, sem kemur til greina. Enda þótt tvöfalda nafngiftin sé stórt framfaraspor, er ekki unnt að komast hjá ruglingi, og hann getur orðið af ýmsum ástæðum. Grasafræðingur í Evrópu kann að lýsa plöntu sem nýrri tegund, og gefur henni heiti, án þess að vita, að skömmu áður hefur sömu plöntu verið lýst, t. d. í Norður-Ameríku. Sænska grasafræðingnum Wahlen- berg var þannig alls ekki ljóst, þegar hann gaf bjarnarbroddinum heit- ið Narthecium boreale, árið 1805, að þetta var sama plantan, sem franski grasafræðingurinn Michaux lýsti frá Canada árið 1803, undir heitinu Narthecium pusillum. Til þess að forðast misskilning um svona atriði, hafa menn komið sér saman um þá reglu, að elzta heitið hafi forgangsrétt, sé vissum skilyrðum fullnægt. Nú er þetta mál því miður nokkuð erfiðara viðfangs, því að Linné þekkti bjarnarbroddinn og nefndi hann í Species plantarum Anthe- ricum calyculatum. Síðar kom í ljós, (1) að bjarnarbroddur telst ekki til ættkvíslarinnar Anthericum (og það var Linné reyndar ljóst) og (2) að Linné ruglaði saman tveim tegundum, sem eru að vísu ná- skyldar, en ólíkar þó. Sá fyrsti, sem gerði sér grein fyrir fyri'a atrið- inu var enskur grasafræðingur, Hudson að nafni. Skömmu síðar (ár- ið 1762) gaf hann út flóru, þar sem hann myndar ættkvíslina To- fieldia. Til allrar óhamingju felldi hann niður tegundaheiti Linnés og kallaði plöntuna Tofieldia palustris. Að því lágu engin rök, og palu- stris-nafnið er ekki hægt að fallast á. Hudson var heldur ekki kunn- ugt um það, að hér var um tvær tegundir að ræða. Það var fyrr- nefndur Michaux, sem uppgötvaði það. í nánd við Quebec fann hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.