Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 8
70 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN I Meðalloftraki (punktalina) og meðal- Meðallengcl sólargangs (punktalína) og daggeislun (samfelld lína) á mán. heildarúrkoma (bancllína) á mán. Average monthly atmospheric humi- Average monthly length between sun- dity (dotted line) and daily means of rise and sunset (dotted line) and total the monthly radiation (full line). monthly preciþitation (brohen line). ari liluta þess í réttu hlutfalli, m. ö. o., að seinustu vetrarmánuð- irnir eru þurrari en hinir. Þetta sést einnig á 5. mynd þar sem sýnt er meðalrakastig loltsins og meðalgeislunin á mínútu mæld í cal/cm2 — þ. e. intensitetið. — Atriði þessi eru ætíð í öfugu hlut- falli hvort við annað. Loftrakinn minnkar, þegar líður á veturinn og geislamagnið vex. Á 6. mynd, sem sýnir meðalhita, meðalloft- þrýsting og heildargeislun, sést, að heildargeislun og lofthiti fara ekki nauðsynlega saman, sem og bezt sést á mánuðunum apríl— október 1955. Myndin sýnir líka, að heildargeislun og loftþrýsting- ur þurfa ekki endilega að fylgjast að. — Af þessum línuritum eða myndum er greinilegt, að rakastig loftsins er það veðurfarsatriði, sem langmest áhrif hefur á, hve mikil geislun nær til jarðar hér á Suðvestur-íslandi. Ég hef borið þessar mælingar mínar saman við mælingar gerðar á nokkrum öðrum stöðum, þ. e. í Fairbanks í Alaska, Potsdam í Þýzkalandi og í Helsinki í Finnlandi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.