Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 16

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 16
78 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Upptök nokkurra jarðskjálfta á árunum 1954 og 1955. Determined epicenters uf the years 1954 nnd 1955. inu 21 dag ársins 1954, þar af 3 daga á Norðurlandi, en 18 daga á Suðvesturlandi. Suma dagana fundust margir kippir, t. d. um 60 í Hveradölum á Hellisheiði 29. október. Árið 1955 fundust jarðskjálftar óvenju mikið á landinu, enda þótt enginn einn jarðskjálfti væri mjög mikill. Mesti jarðskjálfti ársins kom 1. apríl og voru upptök lians nálægt Hveragerði í Ölfusi, en þar olli hann nokkru tjóni. Talsvert miklir jarðskjálftar komu einnig 15. janúar milli Grindavíkur og Krísuvíkur, aðfaranótt 18. janúar í Holtum í Rangárvallasýslu, 27. febrúar og næstu daga þar á eftir í Axarfirði, aðfaranótt 13. marz í Laugardal, 14. marz skammt suðaustur frá Reykjavík og 19. maí á hafsbotni skammt austur af Grímsey. Tjón hlauzt ekki af jarðskjálftum þessum, nema lítils háttar í Axarfirði 27. febrúar. Alls er vitað um, að jarðskjálftar hafi f'undizt 37 daga ársins 1955, 24 daga á Norðurlandi og 15 daga á Suðvesturlandi. Hér skulu taldir jarðskjálftar þeir, sem vitað er að fundizt hafi á íslandi á árunum 1954 og 1955:

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.