Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 21
JARKSKJÁLFTAR ÁRIN 1954 OG 1955 83 indum fundizt á helmingi stærra svæði, ef landið hefði náð lengra til suðurs og vesturs. L Hveragerði varð lítils háttar tjón af völdum þessa jarðskjáll'ta, rúður brotn- uðu í gróðurhúsum, leirtau féll niður og brotnaði o. s. frv., en engar skemmdir urðu á íbúðarhúsum. Á Núpum í Ölfusi skemmdist íbúðarhús nokkuð, og nokkrar skemmdir urðu í Gufudal. Þetta mun vera mesti jarðskjálfti, sem fundizt hefur á íslandi síðan haustið 1935, en þá fannst á sömu slóðum jarðskjálfti, sem var mun meiri. 2. april fundust enn talsverðir jarðskjálftar í Hveragerði og nágrenni. Smá- hræringar fundust þar einnig næstu daga, og síðasti kippurinn, sem fréttir bárust um fannst 5. april kl. 13 54. Jarðskjálftamælarnir í Reykjavík mældu yfir 60 hræringar á tímabilinu I. til 7. apríl og mældust upptökin vera í 34—38 km fjarlægð, í stefnu lítið eitt fyrir sunnan háaustur, eða mjög nálægt Hveragerði. 28. apríl kl. 08 40 fannst vægur jarðskjálfti í Reykjavík, Hafnarfirði og Grindavík. Upptiik hans voru í um 30 km fjarlægð frá Reykjavík. 19.mai kl. 02 11 fannst allmikill jarðskjálfti á Norðurlandi. Snarpastur mun hann hafa verið í Grímsey um V stig og í héruðunum við Sjálfanda, IV—V stig, en hann fannst um allt Norðurland, austan frá Vopnafirði og vestur til Blönduóss. Styrkleiki hans var IV stig um mestan hluta Þingeyjarsýslu og sums staðar í Eyjafjarðarsýslu, 111 stig í Vopnafirði og í austanverðri Skagafjarð- arsýslu, norðan til, en II stig á Blönduósi. Alls mun jarðskjálfti þessi hafa fundizt á 20000 km2 lands, en hann hefði sennilega fundizt á 60000 km2, ef landið hefði náð nægilega langt til norðurs. Kl. 08 20 fannst vægur kippur i Grímsey og á Þorvaldsstöðum í Skeggjastaða- hreppi. Upptök þessarra jarðskjálfta verða ekki ákvörðuð með mikilli nákvæmni, en þau munu hafa verið nálægt 30 km austan Grímseyjar. 30. júli kl. 19 42 fannst vægur jarðskjálfti á Svelgsá í Helgafellssveit. 3. nóvember kl. 08 36 fannst mjög vægur jarðskjálfti í Reykjavík. T A F L A YFIR HELZTU JARÐSKJÁLFTA Á ÍSLANDI ÁRIN 1954 OG 1955. Table showing the largest earthquakes in Iceland during 1954 and 1955. Shocks of magnitude less than 4 are not included exept if of special interest. Kagur Upphafstími Upptök Stærð Mesti styrkleiki Date Origin time Epicenter Magni- Maximum (GMT) tude intensity __ 19. janúar ....... 03 24 33 (64,4° N, 17,4° W) 4,0 - 27. maí........... 08 37 05 63,8° N, 22,4° W 3,7 111 27. maí........... 14 27 26 69° N, 16° W 4-4i/2 - 16. júlí ......... 14 15 27 64,9° N, 17,3° W 3,8 - 1. september .... 05 48 47 66,2° N, 19,2° W 3,5 IV

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.