Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 25
Arnþór Garðarsson: Stormmáfur, nýr varpfu^l á Islandi Sumarið 1955 fann ég stormmáfsunga og síðar stormmáfshreiður með eggjum í Korpúlfsstaðahólma í grenncl við Reykjavík. Fjallar þessi grein að mestu um athuganir á stormmáfunum þar. Auk mín hafa eftirtaldir menn tekið þátt í athugununum, og hafa þeir einnig lesið handrit þessarar greinar yfir: Agnar Ingólfsson, Árni W. Hjálmarsson, Geir Garðarsson, Finnur Guðmundsson, Hannes Blöndal og Jón B. Sigurðsson. Kann ég þeim öllum beztu þakkir fyrir. Lítið liefur verið ritað um stormmáfinn á íslenzku, og vil ég því drepa stuttlega á sögu hans hér á landi. Þó hef ég hvorki haft tíma né aðstöðu til að kanna hana rækilega, og hef ég nær ein- göngu farið eftir prentuðum heimildum, auk þess sem ég hef stuðzt við mínar eigin athuganir og annarra, sem ég hef haft aðgang að. Stormmáfurinn er ein af fjórum máfategundum, sem setzt liafa að hér á landi á þessari öld. Landnám hans virðist þó hafa verið allfrábrugðið landnámi hinna máfanna — silfurmáfs, sílamáfs og hettumáfs, sem allir sáust fyrst á árunum 1906—1913, og byrjuðu allir að verpa hér á landi 1920—1930. Aftur á móti náðist stormmáfur fyrst árið 1858. Eftir það sáust stormmáfar öðru hverju og urðu smám saman algengari, og síðan 1920 hafa þeir verið allalgengir vetrar- gestir og virðist fara sífjölgandi. Fyrstu árin, sem þeir sáust, voru ungfuglar í miklum meirihluta, en nú á síðustu árum virðast full- orðnir fuglar miklu algengari. Menn hafa löngum grunað storm- máfinn um að verpa hér á landi, en hið eina, sem það hefur stutt

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.