Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 28

Náttúrufræðingurinn - 1956, Qupperneq 28
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN að hér sé um stormmáfsunga að ræða. Unginn, sem mun hafa verið fárra daga gamall, var mun stærri en hettumáfsungi á sarna reki, nefið var áberandi stærra og breiðara fram og dílarnir við nefið allfrábrugðnir og á hettumáfs- unga. Unginn var ljósari en hettumáfsungi og ekki eins rauðleitur. Litlu eftir að ég fann ungann, komum við auga á 2 fullorðna stormmáfa á flugi innan um hettumáfa norðaustan hólmans. Þeir voru [tögulir og komu sjaldan inn yíir hólmann. Sýnu styggari en hettumáfarnir. A. G. 22. júní. í Korpúlfsstaðahólma sá ég 2 fullorðna stormmáfa. Þeir litu ekki út fyrir að eiga hreiður. Flugu nokkuð yfir hólmanum og settust svo í fjör- una í landi en komu þó við og við aftur. Þeir gáfu stundum frá sér skræki, hljóðið var mitt á milli hljóðs sílamáfs og hettumáfs. Seinna um daginn kom ég aftur að hólmanum, lágu j)á flestir hettumáfanna á, en báðir storm- máfarnir stóðu norðarlega í hólmanum. Tel ég mig geta fullyrt, að jieir hafi ekki átt egg og varla unga. A. J. 26. júní. Um miðnætti fór ég ásamt Hannesi og Geir að Blikastaðakró. Háfjara var ekki fyrr en um kl. 04 00, og urðum við því að bíða alllanga stund, áður en við kæmumst út í hólmann. Meðan við biðum fjörunnar, not- uðum við tímann til að kíkja út í hólntann, en þar voru 2 fullorðnir storm- máfar. Annar fuglanna stóð mestallan tímann vörð á stórum stcini nálægt miðju hólmans. Hinn var órólegri. Stundum var hann uppi á steininum, en oftast var hann í grasinu nær okkur. Stóð venjulega á sama stað en stundum labbaði hann um og beygði |)á oft hausinn niður að jörð, án þess |)ó að snerta hana nokkurn tíma með nefinu, og var engu líkara en hann væri að leita að einhverju. Oðru hverju flugu stormmáfarnir — annar eða báðir — um, en settust jafnan aftur á sama stað. Um kl. 03 00 komumst við loks út í hólm- ann, og fórum við Jtegar á staðinn þar sem stormmáfurinn hafði spígsporað. Þar fann ég stormmáfshreiður með einu eggi, nýorpnu. Hreiðrið var ailt iiðru vísi en hettumáfshreiður. Það var ekki eins efnismikið og hátt hreykt, en það var þéttara í sér og gert úr fíngerðari stráum. Hreiðurskálin var dýpri og stærri um sig. í hreiðrinu og við það lágu nokkrar fjaðrir, m. a. arm- flugfjöður, og hafa j)ær sennilega verið af stormmáf. Stormmáfarnir skiptu sér lítið af okkur, sveimuðu innan um hettumáfana en renndu sér stöku sinnum lægra, er J)eir voru yfir okkur. Öðru hverju heyrðum við j)á garga en heyrðum illa í ])eim fyrir kliðnum í hettumáfunum. Hljóðið var mjög ntjóróma kía-kía og ga-ga-ga og Jíktist einna helzt hljóði í ritu eða silfurmáfi. Einn ungfugl, ársgamlan, sáum við einnig á flugi J)arna við hólmann. A. G. 26. júní. Eg var kominn út í hólmann um kl. 16 00. Sá ég þá rétt strax stormmáf sveima yfir hólmanum og nokkru síðar annan. Annar stormmáf- anna sveif í stórum hringjum hátt yfir hólmanum en hinn lægra og í krappari hringjum. Hinum síðarnefnda og hettumáfunum kom illa saman. Frá felu- stað mínum í ylri enda hólmans sá ég hvar hinn síðarnefndi tók stórar dýfur og renndi sér alltaf niður að sama bletti. Mig tók nú að gruna margt, og loksins sá ég hann setjast, en hann var floginn, áður en ég gæti séð hvar, ])ví að mishæð skyggði á. Lagðist ég því niður aftur. Stormmáfurinn var auðsjáanlega langtum styggari en hettumáfarnir, því að þeir voru nú sem óðast að setjast á hreiður sín. Er stormmáfurinn hafði tyllt sér nokkrum sinn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.