Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 29
STORMMÁFUR, NÝR VARPFUGL Á ÍSLANDl 91 StormmáfshreiSrið í Korpúlfsstaðahólma. Myndin tekin 26. júní 1955. Nest nnd eggs of the Common Gull on the islet Korpúlfsstaðahólmi. Ljósm. Jón B. Sigurðsson um, án þess þó að staðnæmast, tók mér að leiðast þófið og gekk m'x beint af augum yfir hólmanli á staðinn, þar sem stormmáfurinn liafði tyllt sér. Og viti menn, þarna við fætur mér lágu 2 egg í hreiðri. Varla gat verið um annað en stormmáfshreiður að ræða, því að eggin voru stærri og hreiðrið öðruvísi en hjá hettumáfi. Eg tók mynd, senx heppnaðist sæmilega, af hreiðrinu. Er ég var kominn í land, sá ég stormmáf setjast á hieiðrið. /. B. S. 27. júnl. Var i Korpúlfsstaðahólma frá kl. 17 00—19 30. Þar sá ég storm- máfa eins og áður. Held áreiðanlega, að þeir hafi verið 4, allt fullorðnir fuglar. Ég leitaði vandlega um allan hólmann og fann loks hreiðrið eftir tveggja klst. leit. í því voru 2 egg. Að vísu sá ég stormmáfana aldrei liggja á því, en ég sá þá oft sveima þarna yfir, og einnig sá ég þá fljúga upp nálægt þeim stað, sem hreiðrið var. Er ég fann lireiðrið sátu 2 stormmáfar í fjörunni, en liina 2 sá ég alls ekki. Er einkennilegt, hve skeytingarlausir þeir voru um lireiðrið. A. I. 28. júní. Var í liólmanum frá kl. 19 00—21 00. I hólmanum og við hann sá ég 4 fullorðna stormmáfa, en aðeins annað parið virtist eiga hreiður. Nú voru komin 3 egg í hreiðrið. Eftirfarandi lýsingu á hreiðri, eggjum og umhverfi skrifaði ég niður á staðnum: 3 egg, 1 eggjanna hafði grænleitan grunnlit, annað brúngrænan og hið þriðja ljósbrúnan. Dílar allmargii', dökkir, frekar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.