Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 32

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 32
94 NÁTTÚRUFRÆÐIN GU R I N N clemantinn verðmætastan allra skrautsteina. Yíirleitt er það vitað, hvernig krystallar verða til í náttúrunni. Krystallar eins og feldspöt, kvarz, ágit og magnetit myndazt að jafnaði í storknandi hraunleðju. Geislasteinar og silfurberg myndazt í glufum og holum í bergi þar sem volgt eða heitt vatn leikur um í lengri tíma. Þarna hafa atóm verið í upplausn í vatninu og þau „falla út,“ þ. e. taka að raða sér í regluleg lög og mynda krystalla. Efnafræðingurinn þekkir mikinn fjölda krystalla, sem myndast, þegar upplausnir verða ofhlaðnar sérstökum efnum. Einfaldasta dæmið um slíka krystöllun er mynd- un sykurkrystalla í sykurvatni, er það þykknar við uppgufun. Þegar nú skilyrðin við myndun krystalla í náttúrunni eru þekkt er mjög oft hægt að líkja eftir þeim og framleiða krystallana. En einmitt hinn dýrmæti demantur hefur reynst harður undir tönn, og í heila öld mistókust allar tilraunir við að framleiða hann. Ástæðan er sú, að demanturinn er eiginlega ekki af þessum hehni, ef svo má segja. Skilyrðin fyrir myndun hans fyrirfinnast ekki á yfirborði jarðar né í þeim efri jarðlögum, sem yfirleitt eru kunn, heldur er þeirra að leita í „undirheimum“ þar sem bæði er mjög hár liiti og gífurlegur þrýstingur. Þetta er vitað með vissu, því að myndunarskilyrðin eru nú þekkt og fyrstu ósviknu demantarnir hafa verið búnir til nýlega. Fréttin af þessurn sigri barst nýlega um heiminn með blöðum, og tímarit, bæði vísindaleg og almenn liafa skýrt nánar frá þessu. Þó hefur það ekki alltaf kotnið fram, að sigurinn er jafnvel enn meiri en fljótt á litið sýnist. Það hefur ekki aðeins tekizt að framleiða demanta heldur jafnframt að framkalla á tilraunastofu þau skilyrði hita og þrýstings, sem ríkja djúpt í jörðu. Með því opnast rannsókn- um nýr heimur, og prófessor Bridgman, sem síðar verður getið, segir að erfitt sé að setja takmörk fyrir því, hvers megi vænta af hinni nýju tækni við framleiðslu nýrra efnasambanda, nýrra málmblanda eða nýrra forma á þekktum efnum. Auk þessa opnast miklir möguleikar á sviði jarðeðlisfræði. Framleiðsla demanta er þá nátengd möguleikum á því að fram- leiða háan þrýsting og jafnframt háan hita. Þetta var mönnum eig- inlega alltaf Ijóst, en tilraunir voru þó lengst af mjög fálmkenndar. Eranrleiðsla á háþrýstingi á sína sögu og hana ekki ómerka. Ameríkumaðurinn Perkins gat framleitt 2000 loftþyngdir um 1830. (Ein loftþyngd er venjulegur loftþrýstingur, sem jafngildir

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.