Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 39
MYNDIR ÚR JARÐFRÆÐI ÍSLANDS 99 myndun Dalsmynnisins og er fróðlegt að sjá í utanverðu Mynninu hve djúpt hún hefur sorfið síðan jökla leysti af þessum slóðum. ísaldarruðningur mikill er í Útdalnum. Skógarhöfðarnir og klif- in milli Mela og Skuggabjarga eru slíkir ruðningar. F.ru þeir merki um langa kyrrstöðu skriðjökuls, sem komið hefur framan dal- inn. Kyrrstöðu þessa mætti kenna við Stórhöfða, aðalhöfðann milli áður nefndra jarða. Hjallar og lárétt malarþrep, sem hér blasa við í hlíðunum, í mismunandi hæðum, eru merki um stöðvun í þróun dalsins og árinnar. Máð spor eftir uppistöður og jökullón má finna ef um er litast. Á efri leiðinni milli Mela og Skuggabjarga heitir Miðmundarflötur og Melamóar. Hér virðist hafa verið lón, sem um eitt skeið hefur haft afrennsli út á bak við Selhól, síðar þegar jökulinn leysti hefur framrás lónsins flutzt srnátt og smátt innar í dalinn, hefur orðið um Klifgil, nokkru síðar um Miðmundargil og loks um Finnastaðagil. Allt eru þetta djúp og mikil gil, sem nú eru lengst af þurr, aðeins leysingavatn í þeirn á vorin. Ingólfur Davíðsson: Sjalclgæfar jiirtir og slœðinéar Sumarið 1955 ferðaðist ég víða um land í hnúðormaleit og svip- aðist þá jafnframt ofurlítið um eftir jurtum. Skal getið nokkurra nýrra fundarstaða og nýjunga. 1. Carex Macloviana K o 1 1 s t ö r . — Austanlands var koll- stör áður fundin á tveinr stöðum, en hún má heita algeng á öllum Jökuldal a. m. k. utan frá Hauksstöðum norðan ár og alla leið inn að Hákonarstöðum, og einnig við Merki sunn- an ár, alveg heim í lúnjaðra og upp á heiðabrúnir. 2. Carex pulicaris Hagastör. — Fannst fyrst í Nípu í Norð- firði. S. 1. sumar sá ég lrana líka í Selhrauni og víða við hlíð- arræturnar inn fyrir Neskaupstað. Bar miklu meira á henni

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.