Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 42
Ingimar Óskarsson:
Nýjunáar úr gróðurríki Islands
Á hverju sumri hina síðustu áratugi hata íslenzkir og erlendir
grasafræðingar safnað hér jurtum, bæði æðri sein lægri. Alltaf hefur
eitthvað komið í leitirnar og virðist flestum svo, að landið geymi í
skauti sínu meiri flóru-auðæfi en þá hafði órað fyrir. Svo að segja á
hverju sumri finnast hér háplöntur, sem ekki voru kunnar héðan
áður; auk þess fjölgar stöðugt fundarstöðum fágætra tegunda. Slíka
fundi er nauðsynlegt að skrásetja árlega, svo að þeir f'alli ekki
í gleymsku.
S.l. sumar (1955) var ég við undafíflarannsóknir í Fljótum í
Skagafjarðarsýslu. Er mjög fjölbreyttur gróður og þroskamikill- á
þessum slóðum, og hafði Ólafur Davíðsson frá Hofi í Möðruvalla-
sókn safnað þar miklu á sínum tíma, svo að ekki er margra nýjunga
þaðan að vænta í þeim efnum. Þó skal getið nokkurra jurta, er ég
sá þar eða safnaði, svo og jurta, sem Guðbrandur Magnússon kenn-
ari á Siglufirði hefur safnað í Fljótum og Siglufirði. Hefur hann
beðið mig fyrir nöfn þeirra til birtingar.
1. Aegopodium podagraria L. Geitakál. — Slæðing þennan,
sem nri virðist orðinn ílendur á nokkrum stöðum, fann Guð-
brandur Magnússon kennari að lándarbrekku í Siglufirði 1954
og aftur 1955, og þá í grafreit Sigluljarðarkaupstaðar. Óx teg-
undin þar í stórum græðum og blómgaðist vel.
2. Aracium paludosum (L.) Moench. Hjartafífill. — Þessi
sjaldgæfa norðlenzka tegund, sem oftar finnst blómlaus en með
blómum, varð mjög þroskaleg í sumar á Hraunum í Fljótum,
mældist yfir 80 cm á hæð og blómgaðist vel. Virðist mjög al-
geng á þessum slóðum.
3. Barbarea arcuata (Opiz) Rclib. Akurbleikja. — Tekin