Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 43
NÝJUNGAR í GRÓÐURRÍKI ÍSLANDS 103 við Laugaveg 1, Siglufirði, í júlí 1955. (G. M.). Slæðingur, sem ekki hefur fundizt fyrr hér á landi. 4. Bromus secalinus L. R ú g f a x . — Slæðingur. Hóll í Siglu- firði 28. ágúst 1955 (G. M.). Þetta er einært gras, er vex oft í rúgökrum erlendis og er miður harðgert. Hefur flækst áður hingað til lands, en þó mjög sjaldan. 5. Carex brunnescens (Pers) Poir. L í n s t ö r . — Þessa fágætu stör fann ég norðarlega á Hámundarstaðahálsi N. 31. júlí 1954. Óx mikið af henni í deiglendri hvilft og fram með finnungs- belti. Mjög þroskaleg. ö. C. pilulifera L. Dúnhulstrastör. — Fann mikið af stör þessari að Hraunum í Fljótum 14. ágúst 1955. Óx innan um gras, rétt ofan við veginn suður og upp frá bænum. Er þetta annar fundarstaður tegundarinnar á Norðurlandi. 7. Dryopteris austriaca (Jacq.) Woyn. Dílaburkni. — í stór- gxýtisurð í norður frá Hraunum í Fljótum 10. ágúst 1955. Fann aðeins lítið eitt á einum stað. Áður talinn vera fundinn í Haganesi N. 8. D. filix rnas (L.) Sw. S t ó r i 1) u r k n i. — Hraun í Fljótum 18. ágúst 1954 (G. M.). Óx í stórgrýtisurð skammt norðan við bæinn, aðeins einn brúskur, stór og fallegur, ekkert eintak gró- bært, og það var burkninn lieldur ekki s.l. sumar, er ég kom á staðinn í byrjun ágústmánaðar. Áður var tegundin kunn frá 1 stað norðanlands, Þóroddsstöðum í Köldukinn. í sumar sem leið fann ég einn lítinn brúsk af burkna þessum í hlíð- inni suður og upp frá Hraunabænum. 9. Leontodon autumnalis L. var. leucotrichus Óskarss. S k a r i - fífill (afbrigði). — Hraun í Fljótum 11. ágúst 1955. Áður fundið við Mjóafjörð NV. 10. Lycopodium annotinum L. var. pungens Desv. Lyngjafni. — Hraun í F'ljótum. Fann mikið innan um lvng í brekkunum langt norðan við bæinn, 11. ágúst 1955. Tveimur dögum áður hafði Gunnbjörn Egilsson fnndið tegundina nyrzt á Flateyjar- dalsheiði N., og færði hann mér eintak til athugunar.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.