Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 44
104 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GU R 1N N 11. Myosotis palustris L. E n g j a m u n a b 1 ó m . — Hraun í Fljótum sumarið 1955. Var mikið af teguncl þessari á deigjum við túnjaðarinn. Engjamunablómið er ungur borgari í gróður- ríki íslands. Það hefur verið ræktað hér í görðum um hálfrar aldar skeið. En með hlýnandi loftslagi liefur það tekið sér bólfestu utangarðs á nokkrum stöðum og dafnar þar prýðisvel. 12. Ruppia maritima L. Lónajurt. — Hraun í Fljótum, í Narfatjörn og fleiri sjóflæðartjörnum, mikið, 18. ágúst 1954 (G. M.). Sjálfur fann ég jurt þessa s.l. sumar á sömu stöðum, bæði í blóma og með aldinum. Þetta er fjórði fundarstaður tegundarinnar hér á landi. I.ónajurtin er mjög breytileg jurt, og hafa sumir grasafræðingar gert úr henni mörg sjálfstæð af- brigði eða smátegundir, og standa eintök tegundarinnar frá Hraunum, svo og frá Breiðafirði, mjög nærri ameríska afbrigð- inu var longipes Hagstr. 13. Saxifraga Aizoon Jacq. llergsteinbrjótur. — Hvann- eyrarskál, Siglufirði, sumarið 1952. í klettum mót suðri, í 300 m hæð y. s. (G. M.). Norðan- og norðvestanlands hefur tegund þessi aðeins fundizt á 2 stöðum í Vatnsdal, er þetta því mjög merkur fundarstaður. Sitt af hverju Meldrjólar. Sumarið 1954 ollu meldrjólar (Claviceps purpurea) eitrun á fólki hér á landi, sbr. grein Sturlu Friðrikssonar ,,Hinn heilagi eldur“, í 4. hefti Náttúrufmeðingsins það ár. Sumarið 1955 sá ég meldrjóla við túnjaðarinn á Skjöldólfsstöðum. Voru drjólarnir áð- ur óþekktir á þeim slóðum. Á sandgræðslusvæðunum sunnan lands og suðvestan voru melgræðurnar víða clökkar yfir að líta s.l. haust vegna svartra meldrjóla, sem stóðu út úr öxunum, t. d. í Landsveit og í Gunnarsholti. Margir drjólanna voru 2—2]/2 cm á. lengd og hinn lengsti mældist 3 cm. Drjólarnir þrífast bezt í votviðrum, en ekki er samt þurrkatíð örugg trygging gegn þeim, það sýndu mel-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.