Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 46

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 46
106 NÁT'I'Ú RUFRÆÐINGURIN N Generatio aequivoca Fyrir nokkrum mánuðum birtist sú fregn í erlendum blöðum, að tekizt liefði að skapa líf í tilraunaglasi, og hefði það gerzt í rann- sóknastöð Californíuháskóla, þeirri er fæst við rannsóknir á veir- um (veira = virus). Hér var að vísu fullmikið sagt, en það sem gerðist var þetta. Tekizt hafði í nefndri rannsóknastofnun að kljúfa tíglaveikiveiru efnafræðilega í tvo líflausa liluta og setja þá svo sam- an aftur, þannig að af þeim varð lifandi tíglaveikiveira á ný. Tíglaveikiveira sú, sem hér var um að ræða, var þeirrar tegundar, er orsakar tíglaveiki á tóliaksplöntum. Var hún fyrst hreinræktuð ár- ið 1935 í hinni læknisfræðilegu rannsóknarstofnun Rockefellers, og hefur verið mjög mikið rannsökuð síðan. Er gerð nokkur grein fyr- ir þessari veiru og öðrum í Náttúrufræðingnum 1954 bls. 145—157. Tíglaveikiveira tóbaksplöntunnar er staflaga, nálega 0.3 g (my) á lengd. Hún er eins og l'leiri veirur sett saman af tveim hlutum, þykkum hjúp úr eggjahvítuefnum og kjarna úr kirnissýru. Lætur nærri að eggjahvítuelnin séu 94% af veirunni, en kirnissýran 6%. Myndar eggjahvítuhjúpurinn eins og hólk utan um staflaga grann- an kjarnann. Með efnafræðilegum aðferðum hefur það nú tekizt í Jiessari rann- sóknarstofnun Californíuháskólans, að leysa upp eggjahvítuhjúp tíglaveikiveirunnar og greina hann frá kirnissýrunum. Undir viss- um kringumstæðum tókst síðan að láta þetta uppleysta eggjahvítu- elni mynda pípulaga búta eða hólka, eins og þá, sem veiran er gerð af. Að útliti voru hútar þessir oft óþekkjanlegir frá veirunni sjálfri, en þeir voru líflausir og gátu ekki orsakað tíglaveiki á tóbaksplönt- um. Væri aftur á móti eggjahvítuefnið ekki haft einsamalt, heldur blandað í upplausnina kirnissýrunum, sem greindar höfðu verið frá, þá skeði það merkilega, að það mynduðust rörlaga bútar úr eggja- hvítu, eins og áður, en innan í þeim sat nú kjarni af kirnissýrum. Þessir bútar voru því alveg eins að gerð og veiran upphaflega, og það sem ennþá merkilegra var, að væru þeir settir á blöð tóbaksplöntu, þá sýktist plantan af tíglaveiki, sem hagaði sér að öllu leyti og breiddist út, eins og um venjulega tíglaveikiveiru hefði verið að ræða. Þegar tilraun þessi var fyrst gerð, voru menn í nokkrum vafa um það, að niðurstaðan væri rétt. En nú liefur hún verið tnargsinn-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.