Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 48
108 NÁTTÚ R U FRÆÐl N GURINN rannsakað og það er skammt síðan menn liafa fengið nokkra vitn- eskju um það, hvernig í þessu liggur. Hefur komið í ljós, að hér muni vera um að ræða verkanir ákveðinna efna, sem myndast í blöðum plantnanna. Eru þetta einskonar hormón, sem áxín (auxin) nefnast, og hefur tekizt að vinna þau úr blöðurn plantnanna. Það einkennilega er að sama áxínið, sem veldur því að laufið fellur, getur líka hindrað laufið í Jrví að falla. Virðist Jrað fara eftir upp- runa áxínsins, liver áhrifin verða, eins og sýnt liefur verið fram á með eftirfarandi tilraunum á Coelus-plöntum. (Sbr. W. P. Jacobs. Scientific American, nóv. 1955). Ef sniðin er burtu blaðkan af laufblaði plöntunnar og stilkurinn skilinn eftir, Jrá lellur stilkurinn af innan 5—6 daga. Sé dálítið af blöðkunni skilið eftir, er hægt að hindra blaðið í því að falla svo fljótt, og eins ef borið er ofurlítið af áxíni í sárið á stilkinum, þá fellur hann heldur ekki af. Ljóst er af þessu, að Jrað er áxín frá blöðkunni, sem kemur í veg fyrir, að blaðið falli. Ef toppur stöngulsins með yngstu blöðunum er sniðinn af þá seinkar Jrað falli blaðanna fyrir neðan, en sé áxín borið í sárið, þá falla þau af á eðlilegum tíma. Er Jrannig útlit fyrir, að yngstu blöð- in framleiði áxín, sem flýti falli eldri blaðanna. Tilraunir þessar hafa því sýnt, að jrað er hlutfallið á milli áxíns- ins frá gömlu blöðunum og þess frá yngstu blöðunum, sem lauf- fallið er háð. Meðan laufblöðin neðantil á stönglinum framleiða svo mikið áxín, að það vegur upp á móti því áxíni, sem kemur frá toppnum, Jrá sitja blöðin kyrr. En undir eins og áxínframleiðsla blaðsins fer niður fyrir ákveðið mark, vegna aldurs, skugga, skerð- ingar eða Jrví um líkt, þá ná áxínin fiá toppnum yfirhöndinni og gömlu blöðin falla. Það eru þannig ungu blöðin á plöntunni, sem beinlínis útrýma þeim gömlu, Jregar þau geta ekki lengnr séð fyrir sér sjálf. Hér sem víðar kemur fram miskunnarleysið í náttúrunni, sem virðist nauðsynlegt til Jress að lífið rnegi haldast við og þróast. Sigurcfur Pétursson. Islenzkir rannsóknarleidangrar 1956. Náttúrugripasafnið gerði út leiðangur til Meistaravíkur á N.- Grænlandi, en hún er á 72.° n. br. Fararstjóri var dr. FinnUr Guð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.