Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 50
110 NÁTTÚ RU FRÆÐl NGURINN Bréf. Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi hefur borizt eftirfarandi bréf trá dr. Árna Friðrikssyni, í tilefni af kjöri hans sem heiðursfélaga á síð- asta aðalfundi. Kaupmannahöfn í apríl 1956. Fyrir nokkrum dögum barst mér skirteini, er sýndi, að ég hef verið kjörinn heiðursfélagi Hins íslenzka náttúrufrœðifélags á sið- asta aðalfundi pess, i tilefni af 25 ára afmeeli Náttúrufraðingsins i janúar s. I. Skírteinið er dagsett 25. febrúar 1956. Við þetta tœkifœri er mér Ijúft að láta í Ijós þökk mína og gleði. Eg minnist fjölmargra stunda, er ég vann að framgangi Náttúrufrœð- ingsins, hugsaði um. framtíð hans og reyndi að vanda efni hans og bÚ7iing allan eftir föngum. Það var ekki laust við að stundum horfði punglega, einkum á árunum rétt fyrir styrjöldina, og bar tvennt til pess. Annars vegar var fjárhagur ritsins jafnan pröngur, engir styrkir til pess þá, og bar ég einn ábyrgð á öllum fjárreiðum pess. Hins vegar uxu annir mínar mjög á pessum árum (pátttaka Is- lands i Alþjóðahafrannsóknaráðinu, leiðangrar á sjó, Faxaflóamál- ið, stofnun Fiskideildar o. fl.) og harrnaði ég pá stundum að geta ekki látið meiri tima af hendi rakna til ritsins. Góðu heilli hvarflaði pó aldrei að mér að licetta útgáfunni. Nú eru þessir timar löngu liðnir, og aðrir komnir i peirra stað. Náttúrufræðingurinn er nú i góðum höndum, sem betur fer, og framtið hans er örugg. Það hefur glatt. mig mjög að sjá, live mikla rækt félagið hefur lagt við ritið og vandað frágang pess. Þessi. rækt kemur einnig fram i pví, að fyrstu, erfiðu árum pess skyldi ekki vera gleymt, pegar ritið bar gæfu til að eiga 25 ár að baki. — Eini skugg- inn, sem fellur á pessi vegamót á ferli Náttúrufræðingsins, er sá, að Guðmundar Bárðarsonar skuli ekki njóta við, en allir, sem þekkja sögu ritsins, vita um þátt hans i stofnun pess. Ég vil að lokurn votta Hinu íslenzka náttúrufræðifélagi innileg- ustu pökk mína fyrir þá miklu sæmd, sem mér liefur verið sýnd, en urn leið óska ég pvi og Náttúrufræðingnum allra heilla um alla framlið. Með vinsemd og virðingu, Arni. Friðriksson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.