Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGUIUNN
17
4. mynd. Surtsey að suðvestan. Hátindurinn, úr túffi, t. v.; hraundyngjan,
minna snjóug, t. h. Hergstálið fremst á myndinni er allt að 15 m hátt og mynd-
að við brintrof á h. u. h. cinu ári. — Ljósm. Guðm. Kj. 8. marz 1966.
Fig. 4. The shields-volcano of Surtsey, seen from .S'IV. The cliff, in front, up
to 15 meters high, was fornied hy surf erosion in about one year. The high
peak, to the left, and lower hills in the shyline lo the right consist of tuff.
hrattndyngjuna í heild af tveimur ástæðum; í fyrsta lagi braut
sjávarbrimið svo að um munar af hraunströndinni bæði meðan
dyngjan var í smíðum og síðar. I öðru lagi mun dyngjan ekki hafa
hækkað fyllilega að Jrví skapi sem bættist ofan á hana, heldur sigið
við, svo að neðstu hraunlögin, sem við skulum ætla að storknað
hafi við sjávarmál, munu nú liggja nokkru dýpra. Heildarrúmtak
Jress hrauns, sem þarna storknaði yfir sjávarmáli, og Jtví í dyngju-
hraun, getur vart verið minna en 0.05 km3, en kann að vera
mun meira.
Aðeins hinar smæstu af gömlu dyngjunum eru af sömu stærðar-
gráðu og Surtseyjardyngjan. T. d. er rúmtak nokkurra gamalla
dyngna, áætlað í km8, sem hér segir: Skjaldbreiður 50, Kjalhraun
13, Leggjabrjótur 11, Selvogsheiði 3,0, Baldheiði 0,04 og Háleyjar-
bunga á Reykjanesi 0,01. Þessar áætlanir eru mjög ónákvæmar,
kunna að skakka allt að helmingi og hin síðasta enn meira, vegna
þess að þykkt hraunanna vitum við hvergi nákvæmlega og verðum
að geta okkur til um hana eftir líkum einum.
Dyngjan í Surtsey er öll mynduð í einu gosi — meira að segja