Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 56
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN 50 Á 2. öld f. Kr. gerði stjörnulræðingurinn Hipparchus nýja til- raun til að reikna fjarlægðir tungls og sólar og stærðir þeirra með aðferð Aristarchusar. Hipparchus var meistari sinnar tíðar í reikn- ingslist; hann er talinn faðir þríhyrningafræðinnar, og þar sem viðfangsefni hans voru fyrst og fremst stjörnufræðileg, þarf engan að undra, þótt kúluhornafræðin yrði til á undan sléttuhornafræð- inni. Hipparchus komst að þeirri niðurstöðu, að fjarlægðin til tunglsins væri urn 30 þvermál jarðar og þvermál tunglsins nálægt fjórðungi af þvermáli jarðar, sem hvort tveggja er mjög nærri lagi. Sólin reyndist erfiðari viðfangs, og Hipparchusi virðist ekki hafa tekizt að endurbæta niðurstöðu Aristarchusar að neinu ráði. Hon- um reiknaðist svo til, að sólin væri tuttugu sinnum fjarlægari en tunglið og þar með fimm sinnum breiðari en jörðin, en báðar töl- urnar eru tuttugu sinnum of lágar. Hipparchus varð fyrstur til að gera nákvæmt stjörnukort, sem ekki takmarkaðist við hinar bjartari stjörnur eingöngu. Á því korti voru sýndar stöður 850 stjarna, sem skipt var í sex flokka eftir birtu, og hefur sú flokkun varðveizt að nokkru leyti fram á þennan dag. II. Segja nrá, að eftir claga Ilipparchusar hafi komið langt stöðnunar- tímabil. í margar aldir voru engar verulegar endurbætur gerðar á heimsmyndinni. Þótt sólkerfiskenning Aristarchusar gleymdist aldrei alveg, stóðu flestir fræðimenn áfram í þeirri trú, að jörðin væri miðja alheimsins. Eftir því sem stjörnufræðilegum athugunum fjölgaði, urðu agnúarnir á ])essari jarðkerfiskenningu smám sarnan augljósari. Urn rniðja 16. öld gaf Pólverjinn Copernicus út mjög merkilegt rit, sem átti mikinn þátt í að grafa undan jarðkerfiskenn- ingunni. Rit Copernicusar varð svo frægt, að sólkerfiskenningin hefur oftast síðan verið kennd við hann, enda þótt hann gerði sjálfur enga tilraun til að eigna sér hana. En sólkerfiskenningin átti enn um hríð erfitt uppdráttar, eins og sjá má af því, að jafnvel liinn mikli stjörnumælingamaður Tycho Brahe lét ekki sannfærast. Brahe, sem uppi var í Danmörku á seinni hluta 16. aldar, gerði nákvæmari athuganir á stjörnuhimninum en nokkur fyrirrennara lians. Brahe ályktaði, líkt og samtímamenn Aristarchusar, að hreyling jarðar umhverfis sólu hlyti að koma fram í afstöðubreytingu á fastastjörnunum. Taldist honum svo til, að slík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.