Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 99
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
93
Ritdómur
ALFRÆÐASAFN AB — Ritstjóri: jón Eyþórsson.
1. Fruman í þýðingu dr. Sturlu Friðrikssonar.
2. Mannslíkaminn í þýðingu læknanna P. V. G. Kolka
og Guðjóns Jóhannessonar.
Alfræðasafn Almenna bókafélagsins er flokkur bóka, upphaflega
gefinn út á vegum bandaríska tímaritsins Life. Að hverri bók
stendur sérmenntaður vísindamaður auk ritstjóra Life. Bækurnar
innihalda Jrví traustar vísindalegar staðreyndir, svo sem menn
Jrekkja þær nú, en það verður því miður ekki sagt um allan al-
Jrýðufróðleik um raunvísindi, sem boðinn er íslenzkum og erlend-
tun lesendum. Vel er vandað til alls ytra frágangs bókanna; í þeim
er fjöldi mynda til skýringar efni. Þar eru bæði teiknaðar myndir
og ljósmyndir, ýmist svart- eða litprentaðar. Allstór hluti af efni
bókanna er raunar myndatextar. Það er of lítið sagt, að myndirn-
ar séu til skýringar efni. Myndirnar eru verulegur, oft sjálfstæður
þáttur í efni bókanna.
Fruman er undirstöðueining allra lifandi vera. Greinargerð um
starfsemi Jrá, er lifandi frumur framkvæma, er jafnframt greinar-
gerð um helztu undirstöðuatriði líffræðinnar. í Frumunni eftir
John Pfeiffer og ritstjóra Life, kynnist lesandinn lífsháttum frum-
stæðustu lífvera, sem aðeins eru úr einni frumu, sem og verkaskipt-
um frumanna í líkömum æðri vera. Hann kynnist nýjustu kenn-
ingum um orkunám grænna plantna (sem ég efast um, að annars
staðar séu til á íslenzku), liugmyndum nútímaerfðafræði um efni
erfðanna, fornum og nýjum hugmyndum um upphaf lifs á jörðu,
starfsemi vöðva og tauga o. fl. Víða eru fróðlegir Jrættir úr sögu
líffræðinnar, t. d. úr sögu baráttunnar við sjúkdómana.
Bókaskráin, sem fylgir Frumunni, er fullnákvæmlega afrituð úr
ensku. A. m. k. ein bókin er til í íslenzkri þýðingu: Bakteríuveiðar
eftir Paul de Kruif (þýð.: Bogi Ólafsson), og er óþarfi að geta