Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 100
94
NÁTTÚRUF R Æ ÐI NGURINN
hennar í enskri útgáfu. Einnig er þarflaust að vitna í enska þýðingu
á verki Gösta Ehrensvárd: Liv. Ursprung och utformning.
Bók um gerð og starfsemi mannslíkamans ætti að vera hverjum
fróðleiksfúsum manni forvitnileg til fróðleiks. í Mannslíkamanum
eftir Alan E. Nourse og ritstjóra Life, er brugðið upp mörgum
fróðlegum myndum úr sögu læknisfræði og líkamsfræði, allt frá
tímum Forn-Egypta til vorra daga. Sagt er frá hugmyndum Galen-
osar hins grísk-rómverska um blóð og blóðrás, brautryðjendastörf-
um Vesaliusar og Harveys o. fl. Megináherzlan er þó lögð á nú-
tímahugmyndir um gerð og starfsemi mannslíkamans: greint frá
beinum, vöðvum, blóðrás, meltingu, öndun, nýrnastarfsemi, taug-
um, skynfærum og hormónum.
Hver sá, sem reynir að færa í letur raunvísindalegt eða tækni-
legt efni á íslenzku, hnýtur fljótt um orðafæð málsins í þessurn
greinum. Sum mál, svo sem enska, virðast viðstöðulítið geta inn-
byrt orðstofna af margs kyns erlendum uppruna, en fáir orðstofnar
erlendir falla snurðulaust inn í flókið beygingakerfi íslenzkunnar.
Stundum hefur þó prýðilega lánazt að fella útlend fræðiorð að
íslenzkum beygingum, í önnur skipti hafa ágæt nýyrði verið samin
eða forn orð endurvakin með breyttri merkingu. Loks verða flestir
þýðendur og höfundar raunvísindarita að sætta sig við erlend fræði-
orð, sem ekki beygjast að íslenzkum sið, þar sem engin íslenzk orð
eru til.
íslendingar eignast í vaxandi mæli alþýðleg fræðirit og kennslu-
bækur í raunvísindagreinum á eigin máli. Skiptir miklu, hvernig
til tekst um val fræðiheita. Nokkuð vantar því miður á, að sam-
ræmt fræðiorðakerfi íslenzkt hafi enn orðið til. Með tilkomu al-
fræðaverks sem þess, sem nú er í smíðum á vegum Almenna bóka-
félagsins, fæst tilvalið tækifæri til samræmingar fræðiheita. Því
miður bera fyrstu tvær bækur safnsins ekki merki slíkrar samræm-
ingar. Að hálfu bókafélagsins virðist lítið eða ekkert hafa verið
gert til að samstilla orðaval þýðenda, þótt mörg sömu hugtökin
hafi verið þýdd í báðum bókunum. Hér fara á eftir nokkur dæmi
um mismunandi meðhöndlun fræðiorða í Frumunni (fremri dálk-
ur) og Mannslíkamanum:
súrefni — ildi
köfnunarefni — hyldi