Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 26
20
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
mörkuð á kortið strandlína Surtseyjar og „Syrtlings“ eins og hún
var 24. ág. 1965.
Nýjasta sjókort, gert áður en Surtsgosið hófst, er að vísu nrjög
ónákvæmt í samanburði við það sem hér um ræðir af sama svæði,
en sýnir um 125—130 m dýpi og engar verulegar mishæðir þar
sem Surtsey er nú. Fullvíst er, að allar hinar kröppu hæðir, sýndar
á 5. mynd með dýptartölunum 25 (,,Surtla“), 74, 67, og 88, auk
Surtseyjar sjálfrar, eru nýmyndanir gossins. Úr „Surtlu“ komu litl-
ir gosstrókar upp úr sjó í árslok 1963, en ekki varð með vissu vart
eldsumbrota á hinum stöðunum. — Síðan dýptarmælingarnar voru
gerðar sumarið 1964, hafa enn bætzt við a. m. k. tvö eldvörp á hafs-
botni við Surtsey og bæði orðið eyjar í bili. „Syrtlingur“, sem gaus
allt sumarið 1965 (maí—okt.) við austurströndina, og eldvarp und-
an suðvesturströndinni, sem fyrst sást gjósa 26. des. 1965 og er enn
að (jan. 1966). Eins og vænta má, hafa öll þessi gos, sem til hefur
sézt í sjónum við Surtsey, verið sprengi- eða þeytigos.
Af hæðar- og dýptarlínum kortsins (5. inynd) og enn betur á
sniðunum (7. mynd) kemur fram greinileg stapalögun á Surtsey
sunnanverðri, þ. e. þeim hlutanum sem hraunið náði að breiðast
yfir. En eldfjallið Surtsey í heild er afbrigðilegur stapi að því leyti,
að hinir háu gígbarmar úr túffi að norðan- og norðaustanverðu
rísa allhátt upp yfir hvirfil hraundyngjunnar og meinuðu hraun-
inu að breiðast til strandar í þá átt.
Mælingar á sjó og landi sýna, að neðansjávarbrekkan undir hraun-
strönd Surtseyjar er alls staðar miklum mun brattari en dyngju-
brekkan þar fyrir ofan. Samkvæmt dýptarmælingum, sem þar voru
gerðar næst landi, er á einum stað gefið upp 80 m og á öðrum 96 m
dýpi aðeins 200 m frá ströndinni. Þetta samsvarar 22—26° halla
í brekkunni niður frá sjávarborði. En þess ber vel að gæta, að þess-
ar dýptartölur eru lágmörk. í fyrsta lagi mælir bergmálsdýptarmæl-
irinn stytztu línu til botns. En í svo miklum halla, sem hér er um
að ræða, er sú lína ekki lóðrétt, heldur höll að landi, styttri en
raunverulegt dýpi á mælistað. í öðru lagi verður línurit mælisins
af botni með kröppum mishæðum ekki glögg lína heldur breitt
strik, þar sem efra borðið sýnir dýpi á strýtum og hryggjum og hið
neðra í gjótum. Dýptartölur sjókortsins eru teknar eftir efra borð-
inu, strýtunum — af sjálísögðum öryggisástæðum vegna ríota korts-
ins l'yrir sjómenn. Af þessum sökum má telja fullvíst, að mesti