Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 26
20 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN mörkuð á kortið strandlína Surtseyjar og „Syrtlings“ eins og hún var 24. ág. 1965. Nýjasta sjókort, gert áður en Surtsgosið hófst, er að vísu nrjög ónákvæmt í samanburði við það sem hér um ræðir af sama svæði, en sýnir um 125—130 m dýpi og engar verulegar mishæðir þar sem Surtsey er nú. Fullvíst er, að allar hinar kröppu hæðir, sýndar á 5. mynd með dýptartölunum 25 (,,Surtla“), 74, 67, og 88, auk Surtseyjar sjálfrar, eru nýmyndanir gossins. Úr „Surtlu“ komu litl- ir gosstrókar upp úr sjó í árslok 1963, en ekki varð með vissu vart eldsumbrota á hinum stöðunum. — Síðan dýptarmælingarnar voru gerðar sumarið 1964, hafa enn bætzt við a. m. k. tvö eldvörp á hafs- botni við Surtsey og bæði orðið eyjar í bili. „Syrtlingur“, sem gaus allt sumarið 1965 (maí—okt.) við austurströndina, og eldvarp und- an suðvesturströndinni, sem fyrst sást gjósa 26. des. 1965 og er enn að (jan. 1966). Eins og vænta má, hafa öll þessi gos, sem til hefur sézt í sjónum við Surtsey, verið sprengi- eða þeytigos. Af hæðar- og dýptarlínum kortsins (5. inynd) og enn betur á sniðunum (7. mynd) kemur fram greinileg stapalögun á Surtsey sunnanverðri, þ. e. þeim hlutanum sem hraunið náði að breiðast yfir. En eldfjallið Surtsey í heild er afbrigðilegur stapi að því leyti, að hinir háu gígbarmar úr túffi að norðan- og norðaustanverðu rísa allhátt upp yfir hvirfil hraundyngjunnar og meinuðu hraun- inu að breiðast til strandar í þá átt. Mælingar á sjó og landi sýna, að neðansjávarbrekkan undir hraun- strönd Surtseyjar er alls staðar miklum mun brattari en dyngju- brekkan þar fyrir ofan. Samkvæmt dýptarmælingum, sem þar voru gerðar næst landi, er á einum stað gefið upp 80 m og á öðrum 96 m dýpi aðeins 200 m frá ströndinni. Þetta samsvarar 22—26° halla í brekkunni niður frá sjávarborði. En þess ber vel að gæta, að þess- ar dýptartölur eru lágmörk. í fyrsta lagi mælir bergmálsdýptarmæl- irinn stytztu línu til botns. En í svo miklum halla, sem hér er um að ræða, er sú lína ekki lóðrétt, heldur höll að landi, styttri en raunverulegt dýpi á mælistað. í öðru lagi verður línurit mælisins af botni með kröppum mishæðum ekki glögg lína heldur breitt strik, þar sem efra borðið sýnir dýpi á strýtum og hryggjum og hið neðra í gjótum. Dýptartölur sjókortsins eru teknar eftir efra borð- inu, strýtunum — af sjálísögðum öryggisástæðum vegna ríota korts- ins l'yrir sjómenn. Af þessum sökum má telja fullvíst, að mesti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.