Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 66

Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 66
(30 NÁTTÚRU FRÆÐIN GU RI N N Ijósmagni og reiknaði síðan fjarlægð hverrar þyrpingar út frá því, hve daufar þessar tilteknu stjörnur sýndust vera. Fyrstu niðurstöður Shapleys, sem hann birti árið 1918, voru á þá leið, að kúluþyrpingarnar mynduðu sjálfar geysistórt og næstum hnattlaga kerfi, um 250 þúsund ljósár í þvermál. Miðja þessa kerfis var, samkvæmt töhim Shapleys, 50 þúsund ljósár frá sólinni. Shapley var þeirrar skoðunar, að kúluþyrpingarnar lægju víðs vegar um vetrarbrautarkerfið og mynduðu í rauninni yztu takmörk þess. Af þessu leiddi, að miðja vetrarbrautarkerfisins hlaut að vera á sama stað og miðja kúluþyrpingakerfisins, það er að segja í 50 þúsund ljósára fjarlægð frá sólinni. Þarna skakkaði býsna miklu frá niðurstöðum Kapteyns. Rann- sóknir næstu ára áttu eftir að leiða í Ijós, að mynd Shapleys var miklu nær sanni. Á árunum 1926—27 sýndu sænski stjörnufræð- ingurinn Lindblad og Hollendingurinn Oort fram á það með athugunum á hreyfingum stjarnanna á himinhvolfinu, að vetrar- brautin er að snúast, og að þær stjörnur, sem innar eru í kerfinu, fara hraðar en þær, sem utar eru, að minnsta kosti í nágrenni súlarinnar. Þótt mælingar á hreyfingum stjarna næðu tiltölulega skammt út í geiminn miðað við stærð vetrarbrautarkerfisins, gat Oort beitt þekktum hreyfingarlögmálum til að reikna út umferðar- tíma sólar um miðju kerfisins og fjarlægðina til miðjunnar. Um- ferðartíminn reyndist vera 200 milljón ár og fjarlægðin til miðj- unnar 30 þúsund ljósár. Seinni talan var nokkru lægri en tala Shapleys, en síðari athuganir urðu til að staðfesta hana. Út frá hreyfingum stjarnanna var nú í fyrsta sinn mögulegt að áætla heildarmassa vetrarbrautarkerfisins, sem reyndist vera milli 20 þús- und milljón og 200 þúsund milljón sólarmassar samkvæmt fyrstu útreikningum. Þótt allt benti nú til Jiess, að heimsmynd Kapteyns, Jrar sem sólin var nálægt miðju vetrarbrautarkerfisins, væri röng, var Jrað ekki fyrr en 1930, sem skýring fékkst á Jrví, hvers vegna stjörnu- talningin hafði gefið svo ranga mynd. Það ár uppgötvaði svissneski stjörnufræðingurinn Trumpler með rannsóknum á sýndarstærð stjörnuþyrpinga, að Jrær, sem sýndust minnstar og þess vegna hlutu yfirleitt að vera fjarlægastar, voru flestar óeðlilega daufar. Með mælingum sínum sannaði Trumpler, að milli stjarnanna í vetrar- brautinni er mikið af ryki, sem byrgir fyrir útsýn, þegar horft er í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.