Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 88

Náttúrufræðingurinn - 1966, Side 88
82 NÁTT Ú RU FRÆÐIN GURINN Þetta kann að virðast undarleg spurning, því að ætla mætti, af því sem á undan hefur verið sagt, að athuganir Hubbles hafi sýnt, að alheimurinn sé að þenjast út, og þar með hljóti hann að vera að breytast. Sú hefur líka verið skoðun flestra fræðimanna, og á henni hafa verið grundvallaðar margar og mismunandi þróunarkenningar. Sumir hafa leitt líkur að því, að alheimurinn væri að þenjast út með sívaxandi hraða; aðrir talið, að útþenslan væri að minnka og myndi að lokum snúast í samdrátt; og enn hafa nokkrir verið þeirrar skoðunar, að útþensla og samdráttur skiptist á. Ailar þessar kenningar hafa verið studdar stærðfræðilegum útreikningum að meira eða minna leyti, svo að fræðilega séð standa þær nokkurn veginn jafnfætis sem hugsanlegar lieimsmyndir. Árið 1948 kom fram á sjónarsviðið kenning, sem var alls ólík þeim, sem fyrir voru. Þessi nýja kenning hlaut nafnið jafnstöðu- kenningin. Samkvæmt henni er efni stöðugt að verða til úti í geimnum, eitt og eitt atóm á stangli. Þessi atóm sameinast síðan smátt og smátt, unz þau rnynda heilar vetrarbrautir, sem leysa af hólmi hinar, sem stöðugt eru að fjarlægjast út í óendanleikann. Þetta gerist jafnóðum, þannig að heimsmyndin í heild breytist ekki neitt, hver athugandi sér alltaf álíka margar vetrarbrautir. Jafnstöðukenningin olli miklu umtali Jjegar í upphafi, og skiptust menn mjög í tvo hópa um afstöðuna til hennar. Fylgjendur kenn- ingarinnar héldu því frarn, að hún væri einfaldari en nokkur önnur, því að hún gerði ráð fyrir, að alheimurinn í heild væri óbreytan- legur í þeim skilningi, að hann liti alltaf nokkurn veginn eins út á öllum tímum og frá öllum stöðum. Þeir, sem gagnrýndu kenn- inguna, bentu hins vegar á, að með þeirri hugmynd, að efni gæti orðið til úr engu, væri vegið að einni grundvallarsetningu eðlisfræð- innar. Þar að auki gæfi jafnstöðukenningin í sjálfu sér enga skýr- ingu á útþenslu alheimsins, gagnstætt þróunarkenningunum, sem sæktu skýringuna í liina almennu afstæðiskenningu Einsteins. Til þess að prófa jafnstöðukenninguna var áríðandi að gera sem ítarlegastar athuganir á sem allra fjarlægustum vetrarbrautum. Rétt er að skýra þetta örlítið nánar. Ef við horfum í sjónauka á vetrar- braut, sem er í 3000 milljón ljósára fjarlægð, sjáum við þennan heimshluta eins og hann var fyrir 3000 milljónum ára. Komi nú í ljós, að vetrarbrautirnar í þessari fjarlægð séu óeðlilega þétt saman, myndi það merkja, að fyrir 3000 milljón árum hefði fjarlægðin milli
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.