Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 102
96
NÁTT ÚRUF RÆÐINGURINN
heild eru þessar tvær bækur, sem fyrst komu út í Alfræðasafni AB,
lipurlega þýddar, og af þýðendum, sem valda efninu.
Þeir, sem fást við kennslu náttúrufræðigreina við íslenzka skóla,
sakna oft vandaðra fræðibóka á íslenzku við hæfi fróðleiksfúsra
unglinga. Alfræðasafn AB bætir hér úr brýnni þörf. Þessar bækur
ætti ekki að vanta í neitt skólabókasafn.
Ö. Tli.
Fréttir
Thyreokalsitónín — nýtt hormón í mannslíkamanum.
Kalsíummagn blóðvökva og annarra líkamsvessa er undir ná-
kvæmri stjórn, enda má lítið út af bera til að alvarlegar truflanir
á starfsemi líkamans hljótist af. Um alllangan tíma hafa fræðimenn
þekkt til hormóns, sem parathormón kallast og myndast í fjórum
smákirtlum á hálsi, kalkkirtlum (glandula parathyroidea), aftan á
skjaldkirtli. Þetta hormón heldur kalsíummagni líkamsvökvanna
uppi, trúlega með því að valda ummyndun kristallaðs kalsíums í
beinum í uppleyst kalsíum (Ca++-jónir). — Skortur á parathormóni
leiðir til krampa vegna kalsíumskorts í líkamsvökvunum og getur
dregið sjúkling til dauða nema unnið sé gegn skortinum.
Fyrir nokkrum árum komust vísindamenn á snoðir um tilvist
annars hormóns, sem hefur gagnstæð áhrif, þ. e. lækkar magn upp-
leysts kalsíums í vessum líkamans, veldur bindingu kalsíums í
kristalla í beinum. Fyrst í stað var álitið, að jretta horrnón yrði til
í kalkkirtlunum eins og parathormón, en nánari eftirgrennslan
leiddi í Ijós, að hormónið verður til í skjaldkirtli. Hið nýupp-
götvaða hormón hlaut nafnið thyreokalsítónin.
Eru því þekkt hormón með tvenns konar verkan, er verða til
í skjaldkirtli: annars vegar thyroxín og náskylt efni, tríjodotyrosín,
sem örva efnaskipti í líkamanum, en hins vegar hið nýfundna
thyreokalsítónín.
Ö. Th.