Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 96

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 96
90 NÁTTÚRU F RÆti I N G U RI N N nafninu Buccinopsis eburnea M. Sars (Sjá Mollusca Regiones Arc- ticae Norvegiae, bls. 265). Þar farast G. O. Sars svo orð: „Kuðungur þessi er mjög líkur Buccinopsis Dalei J. Sow., en ber þó að mínu áliti að teljast sem sérstök tegund, því að hann greinir sig frá B. Dalei, í því, að hyrnan er snubbóttari og skelin gersamlega ráka- laus (Lausleg þýðing).“ í bók sinni British Conchology frá árinu 1867 lýsir hinn kunni skeldýrafræðingur J. G. Jeffreys kuðungnum Buccinopsis Dalei (Vol. IV. bls. 298—299), sem nú ber heitið Liomesus ovurn. Segir Jeffreys tegund þessa fundna á Dogger Bank og norðan og austan Shetlands- eyja, ennfremur úti fyrir Aberdeenshire og við vesturströnd fr- lands, víðast hvar á 80—200 metra clýpi. T tegundarlýsingu höf- undar er skelin talin vera með daufum rákum (with slight and delicate spiral striae). En eins og fyrr var sagt, liefur tegund Sars frá Noregi engar slíkar rákir, og þannig eru öll þau eintök, sem fundizt hafa við ísland. En þrátt fyrir þennan mun, er vafasamt, að hér sé um aðskildar tegundir að ræða. Hinn brezki skeldýra- fræðingur getur þess í nefndri bók, að skelin af eintökum af Buc- cinopsis Dalei, sem fundizt hafa meðal fornskelja í hinum svo- nefndu Crag-lögum í Bretlandi, sé oftar en hitt með mun skýrari rákum en núlifandi eintök, sem í hefur náðst við Eyjarnar. En einnig hafa fyrirhitzt nærri rákalaus eintök í hinum fornu lögum. Kuðungurinn er fátíður við Bretlandseyjar og því erfitt að ná í eintök til athugunar. Ég hef átt kost á að skoða 2 eintök frá Vestur- írlandi og bera þau saman við íslenzk eintök. Annar kuðungurinn er með alveg rákalausri skel og einnig að öllu öðru leyti eins og íslenzku eintökin. En á hinum kuðungnum eru 3 neðstu vind- ingarnir rákaðir, en þó ekki gleggra en það, að naumast er hægt að greina rákirnar með berum augum. Þar sem hvikulleiki að því er snertir mynsturgerð skelja meðal tegunda af kóngaætt, er ekki svo ýkja fágætur (sbr. starkóng, Sipho glaber), þá sé ég ekki ástæðu til að deila sléttahnubb í 2 tegundir. Þó gæti verið hagkvæmara að tákna rákuð eintök tegundarinnar með viðeigandi afbrigðis- nafni, t. d. var. striata.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.