Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 10
4
NÁTT ÚRUF RÆÐINGURIN N
myndun íslenzku stapanna. — Þeir Þorvaldur Thoroddsen og Helgi
Pjeturss létu þetta deilumái iítið til sín taka, enda var viðhorf
þeirra fremur hlutlaust. Báðir lýsa stöpunum sem eldfjallarústum,
þeir hafi hlaðizt upp í eldgosum, en síðan bæði haggazt og rofizt,
svo að hin upphaflega eldfjallslögun er nú farin út urn þúfur (Þorv.
Thoroddsen 1906 og Helgi Pjeturss 1910).
Þýzkir jarðfræðingar og landfræðingar, senr fóru rannsóknarferð-
ir um móbergssvæði íslands á þessum árum, komust að miklu
ákveðnari niðurstöðum um myndun móbergsstapanna. Sumir telja
þá roffjöll (Zeugenberge), aðrir ris (Horste). — Einn þeirra, W. von
Knebel, ferðaðist hér á landi á fyrstu árum aldarinnar og skoðaði
stapafjöll bæði á Kili og í Ódáðahrauni, en týndist við rannsóknir
í Öskju 1907. Hann liélt mjög eindregið fram rofkenningunni og
taldi stapana leifar af samfelldu hálendi, er hefði grafizt sundur
á ísöld, þó ekki af jöklum — því að hann gerir lítið úr graftar-
mætti þeirra — heldur af vötnum í hléi milli jökulskeiða. (Knebel
1905) — W. Oetting (frb. ötting) og W. Iwan, sem voru á Kili 1927
og 28, aðhylltust einnig rofkenninguna, en telja rofið einkum verk
jökla á jökulskeiðum ísaldarinnar. Basaltbungur sumra stapanna
telja þeir réttilega vera hraundyngjur (Oetting 1930, Iwan 1935).
Helzti frömuður misgengiskenningarinnar var Hans Reck, sem
ferðaðist fyrsta sinni hér á landi 1908 og kom þá til þess m. a. að
rannsaka, hver orðið hefðu afdril: Knebels, landa hans, í Öskju.
Reck skoðaði einkum móbergsstapana norðan lands, þ. á m. Herðu-
breið, sem hann kleif lyrstur manna, svo að vitað sé. Samkvæmt
kenningu Recks hefur umhverfi þessara fjalla sigið, en um leið
brotnuðu þau frá um misgengissprungur og stóðu eftir. Hin forna
eldrás, sem opnaðist í gíg á kolli margra af þessum fjöllum, hefur
að áliti Recks storknað í bergstand sem liggur ásamt hliðargrein-
um neðan úr djúpinu upp í gegnum fjallið og heldur því uppi
(Reck 1922).
Eftir að misgengiskenning Recks kom fram, hafa flestir jarð-
fræðingar, sem fjallað liafa um landslagsmyndun á móbergssvæð-
um íslands, hallazt að henni í meginatriðum. — Undantekning er
þó Hans Spethman, enn einn Þjóðverjinn. Hann hneigist frekar að
rofkenningunni, en fullyrðir ekkert og telur misgengi einnig koma
til mála við myndun stapanna (Spethman 1908 og 1930). — Dan-
inn Niels Nielsen (1927 og 1933), landi vor Pálmi Hannesson (1927