Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 10

Náttúrufræðingurinn - 1966, Síða 10
4 NÁTT ÚRUF RÆÐINGURIN N myndun íslenzku stapanna. — Þeir Þorvaldur Thoroddsen og Helgi Pjeturss létu þetta deilumái iítið til sín taka, enda var viðhorf þeirra fremur hlutlaust. Báðir lýsa stöpunum sem eldfjallarústum, þeir hafi hlaðizt upp í eldgosum, en síðan bæði haggazt og rofizt, svo að hin upphaflega eldfjallslögun er nú farin út urn þúfur (Þorv. Thoroddsen 1906 og Helgi Pjeturss 1910). Þýzkir jarðfræðingar og landfræðingar, senr fóru rannsóknarferð- ir um móbergssvæði íslands á þessum árum, komust að miklu ákveðnari niðurstöðum um myndun móbergsstapanna. Sumir telja þá roffjöll (Zeugenberge), aðrir ris (Horste). — Einn þeirra, W. von Knebel, ferðaðist hér á landi á fyrstu árum aldarinnar og skoðaði stapafjöll bæði á Kili og í Ódáðahrauni, en týndist við rannsóknir í Öskju 1907. Hann liélt mjög eindregið fram rofkenningunni og taldi stapana leifar af samfelldu hálendi, er hefði grafizt sundur á ísöld, þó ekki af jöklum — því að hann gerir lítið úr graftar- mætti þeirra — heldur af vötnum í hléi milli jökulskeiða. (Knebel 1905) — W. Oetting (frb. ötting) og W. Iwan, sem voru á Kili 1927 og 28, aðhylltust einnig rofkenninguna, en telja rofið einkum verk jökla á jökulskeiðum ísaldarinnar. Basaltbungur sumra stapanna telja þeir réttilega vera hraundyngjur (Oetting 1930, Iwan 1935). Helzti frömuður misgengiskenningarinnar var Hans Reck, sem ferðaðist fyrsta sinni hér á landi 1908 og kom þá til þess m. a. að rannsaka, hver orðið hefðu afdril: Knebels, landa hans, í Öskju. Reck skoðaði einkum móbergsstapana norðan lands, þ. á m. Herðu- breið, sem hann kleif lyrstur manna, svo að vitað sé. Samkvæmt kenningu Recks hefur umhverfi þessara fjalla sigið, en um leið brotnuðu þau frá um misgengissprungur og stóðu eftir. Hin forna eldrás, sem opnaðist í gíg á kolli margra af þessum fjöllum, hefur að áliti Recks storknað í bergstand sem liggur ásamt hliðargrein- um neðan úr djúpinu upp í gegnum fjallið og heldur því uppi (Reck 1922). Eftir að misgengiskenning Recks kom fram, hafa flestir jarð- fræðingar, sem fjallað liafa um landslagsmyndun á móbergssvæð- um íslands, hallazt að henni í meginatriðum. — Undantekning er þó Hans Spethman, enn einn Þjóðverjinn. Hann hneigist frekar að rofkenningunni, en fullyrðir ekkert og telur misgengi einnig koma til mála við myndun stapanna (Spethman 1908 og 1930). — Dan- inn Niels Nielsen (1927 og 1933), landi vor Pálmi Hannesson (1927
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.