Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 83
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
77
Dulstirnið 3C. 147, fjórða dulstirnið, sem fannst, er merkt með ör d myndinni.
Hinir deplarnir eru venjulegar stjörnur. Dulslirnið virðist vera að fjarleegjast
jörðina með hraða, sem nemur 120 þús. km á sekúndu. Það er um fimmtiu
þúsund sinnum daufara en daufasta stjarna, sem sést mcð berum augum.
lægð. Hraði þessarar vetrarbrautar nam þriðjungi af hraða ljóssins.
En dulstirnin reyndust vera í sérflokki. Mörg þeirra liöfðu miklu
meiri hraða en áður hafði mælzt, allt að 8/10 af hraða ljóssins sam-
kvæmt síðustu útreikningum.
Urn eðli dulstirnanna er enn allt á huldu. Ef þau eru eins fjarlæg
og liraði þeirra gæti gefið til kynna, eru þau á að gizka hundrað
sinnum bjartari en heil vetrarbraut. Hins vegar sýna þau skamm-
vinnar ljóssveiflur og önnur einkenni, sem fremur virðast benda
til þess, að þau séu mun minni en vetrarbrautarkerfin og ekki mjög
langt í burtu. Síðan stjörnufræðingar uppgötvuðu dulstirnin og
lærðu að aðgreina þau frá venjulegum stjörnum, hefur komið í
Ijós, að þau dulstirni, senr gefa frá sér útvarpsbylgjur, eru í raun-
inni undantekningar. Flest þeirra dulstirna, senr síðar hafa fundizt,
eru þögul, ef svo mætti segja, og þekkjast aðeins á ljóseinkennum
sínum.