Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 43
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURINN
37
2. mynd. Bergþil i Valagili, vestan ár. Örvarnar hvítn benda á holur eftir trjá-
boli. — Rockwall in the canyon Valagil. Tlie white arrows point to lube-
formed hollows left by trunks of trees buried by the lava. — Ljósm. S. Þórarinss.
að þær værn holrúm eí'tir trjáboli og liati þunnfljótandi liraun
runnið þarna yfir skóglendi og lagzt yfir sum trén fallin, önnur
hálffallin, en einnig lagzt að trjábolum, sem enn voru uppréttir.
Trén virðast hafa verið beinstofna og bendir það til þess, að það
hafi verið barrtré. Þetta þarf þó að athugast nánar.
Þess eru ýmis dæmi að basalthraun hafi umlnkið lífverur, kvikar
eða dauðar, bæði plöntur og dýr, svo að eftir varð holrúm eitt, er
varðveitti lögun þeirra. Mun frægast dæmi hellir nokkur á blá-
grýtissvæði Washingtonríkis í norðvesturhluta Bandaríkjanna. Er
hann, ef ég man rétt, í hinum forna íarvegi Columbia árinnar,
sem minnir víða á Jökulsárgljúfur og Ásbyrgi. Hellir þessi hafði
lengi verið kunnur: hvelfing ekki ýkja stór, og fimm lítil útskot
úr henni, þegar nokkrir klókir náungar tóku sig til og athuguðu