Náttúrufræðingurinn - 1966, Blaðsíða 62
56
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fastastjarnan á himninum. Þrátt fyrir það reyndist staðarvik hennar
minna en ein bogasekúnda, eða álíka og breiddin á einu manns-
hári í 15 metra fjarlægð. Því var ekki að undra, þótt mælingar
hefðu gengið nokkuð erfiðlega. En þessar fyrstu fjarlægðarmæling-
ar staðfestu endanlega, að fastastjörnurnar voru í raun og veru
sólir, sem sýndust daufar einungis vegna þess, að þær voru í óra-
fjarlægð.
Nokkrum árum eftir að þetta gerðist, árið 1846, fannst reiki-
stjarnan Neptúnus. Við það stækkaði mynd rnanna af sólkerfinu
enn um helming að þvermáli. Það, sem gerði þennan fund sérstak-
lega sögulegan, var, að Frakkinn Urbain Leverrier og Englending-
urinn John Adams höfðu sagt fyrir um það með útreikningum,
hvar reikistjörnuna myndi að finna, eftir truflunum, sem liún olli
á göngu annarrar reikistjörnu, Uranusar. Þetta var sannkallað af-
reksverk, sem sýndi glöggt, hve öflugt tæki þyngdarlögmál Newtons
var orðið í höndum færra stærðfræðinga.
Á síðari hluta 19. aldar opnuðust nýjar og merkilegar leiðir til
könnunar á alheiminum. Litrófsrannsóknir Þjóðverjanna Kirch-
hoffs og Bunsens laust lyrir 1860 lögðu grundvöllinn að stjarn-
eðlisfræðinni. Sá, sem fyrstur varð til að rannsaka litróf stjarna
og fá nokkra vitneskju um efnasamsetningu þeirra, var Englend-
ingurinn William Huggins. Það gerðist árið 1862. Árið 1870 kom
út á prenti tuttugu og tveggja ára gömul ritgerð eftir Frakkann
Armand Fizeau. í ritgerð þessari sýndi Fizeau frarn á, að það ætti
að vera mögulegt að sjá, hvort stjarna væri að nálgast eða fjarlægj-
ast með því einu að rannsaka ljósið, sem frá stjörnunni berst.
Hreyfing stjörnunnar eftir sjónstefnu myndi lýsa sér í tilfærslu á
línum í litrófi stjörnunnar, og út frá því, hve tilfærslan væri mikil,
ætti að mega reikna hraða stjörnunnar. Þessi tilfærsla á litrófslín-
um, sem Fizeau talaði um, er oftast nefnd Dopplerfœrsla eftir
Austurríkismanninum Christian Doppler, sem fyrstur fjallaði um
hliðstætt fyrirbæri í sambandi við hljóðið (1842).
Tilraunir til að nota aðferð Fizeaus til að mæla hraða stjarna
lieppnuðust þó ekki fyllilega fyrr en önnur uppgötvun, Ijósmynd-
unin, hafði verið tekin í þágu stjörnufræðinnar, en það var á árun-
um milli 1880 og 1890. Með ljósmyndatækninni komst stjörnu-
fræðin á nýjan og traustari grundvöll, og í framhaldi af því varð
Dopplerfærslan brátt ein styrkasta stoð stjörnufræðinganna.