Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 62

Náttúrufræðingurinn - 1966, Page 62
56 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fastastjarnan á himninum. Þrátt fyrir það reyndist staðarvik hennar minna en ein bogasekúnda, eða álíka og breiddin á einu manns- hári í 15 metra fjarlægð. Því var ekki að undra, þótt mælingar hefðu gengið nokkuð erfiðlega. En þessar fyrstu fjarlægðarmæling- ar staðfestu endanlega, að fastastjörnurnar voru í raun og veru sólir, sem sýndust daufar einungis vegna þess, að þær voru í óra- fjarlægð. Nokkrum árum eftir að þetta gerðist, árið 1846, fannst reiki- stjarnan Neptúnus. Við það stækkaði mynd rnanna af sólkerfinu enn um helming að þvermáli. Það, sem gerði þennan fund sérstak- lega sögulegan, var, að Frakkinn Urbain Leverrier og Englending- urinn John Adams höfðu sagt fyrir um það með útreikningum, hvar reikistjörnuna myndi að finna, eftir truflunum, sem liún olli á göngu annarrar reikistjörnu, Uranusar. Þetta var sannkallað af- reksverk, sem sýndi glöggt, hve öflugt tæki þyngdarlögmál Newtons var orðið í höndum færra stærðfræðinga. Á síðari hluta 19. aldar opnuðust nýjar og merkilegar leiðir til könnunar á alheiminum. Litrófsrannsóknir Þjóðverjanna Kirch- hoffs og Bunsens laust lyrir 1860 lögðu grundvöllinn að stjarn- eðlisfræðinni. Sá, sem fyrstur varð til að rannsaka litróf stjarna og fá nokkra vitneskju um efnasamsetningu þeirra, var Englend- ingurinn William Huggins. Það gerðist árið 1862. Árið 1870 kom út á prenti tuttugu og tveggja ára gömul ritgerð eftir Frakkann Armand Fizeau. í ritgerð þessari sýndi Fizeau frarn á, að það ætti að vera mögulegt að sjá, hvort stjarna væri að nálgast eða fjarlægj- ast með því einu að rannsaka ljósið, sem frá stjörnunni berst. Hreyfing stjörnunnar eftir sjónstefnu myndi lýsa sér í tilfærslu á línum í litrófi stjörnunnar, og út frá því, hve tilfærslan væri mikil, ætti að mega reikna hraða stjörnunnar. Þessi tilfærsla á litrófslín- um, sem Fizeau talaði um, er oftast nefnd Dopplerfœrsla eftir Austurríkismanninum Christian Doppler, sem fyrstur fjallaði um hliðstætt fyrirbæri í sambandi við hljóðið (1842). Tilraunir til að nota aðferð Fizeaus til að mæla hraða stjarna lieppnuðust þó ekki fyllilega fyrr en önnur uppgötvun, Ijósmynd- unin, hafði verið tekin í þágu stjörnufræðinnar, en það var á árun- um milli 1880 og 1890. Með ljósmyndatækninni komst stjörnu- fræðin á nýjan og traustari grundvöll, og í framhaldi af því varð Dopplerfærslan brátt ein styrkasta stoð stjörnufræðinganna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.