Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 10
4 NÁTTÚR UFRÆÐIN GURINN Stytzta leið til sjávar á Suðurlandi er austur á Skaftafellsfjöru, 145 km. En Þjórsá fer ekki þá leið eins og kunnugt er, heldur er stefnan jöfnum höndum til vesturs og suðurs um 230 km veg. Hún kemur úr norðaustri og fellur til suðvesturs. Á máli þeiri'a, sem búa á bökkum Þjórsár heitir það: „Hún kemur úr landnorðri og fellur til útsuðurs.“ Þjórsá fylgir aðalsprungustefnu landsins og liinn beini kafli hennar í byggðum er vafalítið gömul brotalína og mis- gengi. Þegar ég var drenghnokki norður í Eyjalirði fyrir um 40 árum, stóð mér verulegur stuggur af Þjórsá. Neðan frá sléttlendinu horfði ég á hnarreistar fjallabrúnirnar í suðri, og sagt var við okkur stiák- ana: „Þegar þið farið í göngur suður á Fjöllin skuluð þið vara ykk- ur á Þjórsá. Allir lækir falla þar að lokum til norðurs, nema upp- tök Þjórsár, og ef þið villist í þoku og takið að fylgja Þjórsá, ]rá þurfið þið að ganga yfir öll örælin til byggða á Suðurlandi, ætli þið yrðuð ekki úti, greyin mín.“ Við þreyttumst aldrei á að hlýða á söguna af Kristni Jónssyni, en hann villtist á Fjöllum haustið 1898. Hann var svo óheppinn, að lækjarsytra, sem hann fann og hugðist nota til að vísa veginn út úr þokunni norður í daladrögin, reyndist vera engin önnur en Þjórsá sjálf. Á áttunda degi villunnar fundu bændur í Eystri-Hrepp, sem voru að sækja skóg til eldsneyt- is, Kristin, í skógarkjarri suðvestan í Búrfelli. Pálmi heitinn Hann- esson hefur skráð söguna „Villa á öræfum“ og birt í bókinni Hrakn- ingum og Heiðavegum I. Hvort tveggja var stálminni Kristins og undurfagur stíll rektors, að sagan er perla, vafin snörum þætti um móðuna miklu, sem virtist aldrei ætla að taka enda. Ráðlegg ég þeim, sem kynna vilja sér landslag og staðhætti við Þjórsá inni á öræfum, að lesa þessa baráttusögu. I sama bindi Hrakninganna lýs- ir Pálmi einnig dirfskuför Sturlu í Fljótshólum, er hann hélt einn síns liðs úr Bárðardal og niður með Þjórsá að vestan, snemma vors 1917. Samanburður á stárám landsins. Þar sem Þjórsá fellur til sjávar milli Flóa og Landeyjasands um svonefndan Þjórsárós, er hún stórfljót á íslenzkan mælikvarða. Hún er næstvatnsmesta á landsins og á flestum sviðum tilþrifa- mest. Oft er spurt, hvort Þjórsá sé ekki mesta á landsins. Það fer nú eftir því við livað er miðað. Þessu er ekki ólíkt farið og í íþrótt-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.