Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 15
N ÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
9
er röðin á þeim eftir flatarmáli, en að vatnsmagni til veitir
Þórisvatni ívið betur, rúmtak þess er 2900 gígalítrar, meðal-
dýpi þess er 41 metri, en Þingvallavatns 34. Lögurinn á Héraði
er þriðja vatnstrogið að stærð, 2690 gigalítrar.
10. Þá er komið að tíunda punktinum. Hann skiptir mestu fyrir
þjóðarbúið, það er tceknilega virkjanleg fallorka. Þar er Þjórsá
ásamt þverárn sínum í fyrsta sæti, með um 30% af allri vatns-
orku landsins, eða 9,7 milljarðar kílówattstunda í meðalvatns-
ári. Næstar henni ganga Hvítá í Árnessýslu með þverám og
Jökulsá á Fjöllum með 13 hundraðshluta livor.
Þótt hér verði ekki reiknað í stigum, má Ijóst vera, að Þjórsá
vinnur tugþrautina.
Ef reynt er að skýra í grófum dráttum, hvers vegna Þjórsá, eða
öllu heldur Þjórsársvæðið, býr yfir svona mikilli tæknilega virkjan-
legri orku, skal vakin athygli á því, að í 550—600 m hæð y. s. er
afrennslið komið saman í þrjá stofna: Þjórsá, Köldukvísl og
Tungnaá, og bak við þá er meira en helmingur alls vatnasviðsins,
svona liátt liggur Þjórsársvæðið. Allt frá því er norski virkjunar-
sérfræðingurinn Sætersmoen tók að rannsaka virkjunarstaði í Þjórs-
á árið 1915, hafa innlendir og erlendir virkjunarsérfræðingar glímt
við að finna hagstæð virkjunarskilyrði á þessu rnikla falli. Gullkist-
an, vatnsforðabúrið, Þórisvatn, er 570 m y. s. Til samanburðar
skal bent á, að Hvítárvatn, sem Hvítá í Árnessýslu kemur úr, liggur
150 metrum lægra. Þjórsá er á hálendisins. Tungnaá fellur að fjalla-
baki norðvestur í Þjórsá og sameinast henni í nálega 300 metra
hæð, og þá er Þjórsá fullmótuð. Eftir það til hafs er vatnasviðið
aðeins mjó ræma, örskammt er austur i Ytri-Rangá, og skammt
undan í vestri eru Stóra-Laxá og Hvítá. Vatn, sem fellur til á
þessari ræmu neðan við ármót Þjórsár og Tungnaár og niður að
Urriðafossi, er aðeins fjórtán hundruðustu af því vatni, sem fellur
um Urriðafoss. Fossá í Þjórsárdal er mesta vatnsfallið, smáárnar
í byggð hafa ekki mikil áltrif á Þjórsá, enda varla von, að Kálfá
hafi mikil áhrif á Þjórsá, „Bolafljótið", (þjór þýðir naut). Land-
náma segir svo um nafngiftina: „Þórarinn hét maður son Þorkels
úr Alviðru Hallbjarnarsonar Hörðukappa. Hann kom skipi sínu
í Þjórsárós og hafði pjórshöfuð á stafni og er áin þar við kennd.“
Þórarinn nam land vestan árinnar.
F.f til vill hefur áin í eina tíð verið kölluð Kaldá af þeim, sem