Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 18
12 NÁTTÚ RUFRÆÐJ NGURINN fellinu er Þjórsá í einu lagi 80 m breið, með hægum jöfnum straumi, ákjósanlegur ferjustaður. Ferðadeild Farfugla hefur notað jrennan ferjustað á undanförnum árum, þaðan er gengið í Arnar- fell á hálfri annarri klukkustund. Þó eru það fleiri farfuglar en ungmenni úr Reykjavík, sem sækja í verin. Þau eru aðalheimkynni heiðagæsarinnar. Hún er þar frá apríllokum og fram að rnánaða- mótum septemljei— október. Þar verpa um 2000 pör, svo að á liaust- degi eru Jrar 15—20 Jrúsund fuglar. Það er fast að helmingur þessa háarktiska fugls, sem utan íslands verpir aðeins á Norðaustur- Grænlandi og Spitzbergen. Það er ekki einvörðungu blómaangan, senr hvílir yfir Þjórsár- verum; Jrað er ekki síður dulmögn sögunnar. Við svonefnt Innra- Hreysi vorn þau tekin hjónakornin Eyvindur og Halla, 10. ágúst 1772. Þá voru Einar Brynjólfsson á Stóra-Núpi og fleiri Gnúpverj- ar að leita hins hálfgleymda Sprengisandsvegar, að nokkru fyrir atbeina Landsnefndarinnar fyrri, en hún kom víða við. Miðað við aðra landshluta eru skörp skil milli sumars og vetrar í Þjórsárverum. Þótt vetrar séu ekki ýkja snjóþungir, liggur Þjórsá hulin undir ísi og snjó. Ef fara skal ána á snjóbílum, er aðalvanda- málið að staðsetja ána: „er hún hér“ eða „er hún þar“. Á stöku stað sér í svelluð sandrif. Áin er fyrirferðalítil undir klakahjúpn- um, enda aðeins einn tíundi af því, sem hún er að sumrinu. Afætu- göt eru þar sem dregur í straum, t. d. hjá leitarmannakofanum Bólstað. Er líða tekur að vori tærir vatnslænan ísinn, einkum geng- ur það hratt eftir að sandætan kemst í gang með hækkandi sól. Á Sóleyjarhöfðavaði rekst Þjórsá á fast berg. Botn er allstórgrýttur, en undirstaðan er sæmilega slétt klöpp. Þess vegna er þar vað, en svo slær hún sér fljótt út aftur og verður auravatn á ný, því að hæfi- leikinn er fyrir hendi; allar skvompur milli bergþröskulda fyllir hún af aur. Gljúfur og fossar. Hjá Eyvafenskróknum lendir Þjórsá á föstu bergi og dansar S-sveiflu og lendir í gljúfri og er orðin stórá. Gljúfrið er breitt hið efra, en dýpkar og þrengist eftir því, sem neðar dregur. Meðfram Þjórsá „utan ár“, þ. e. a. s. „að vestan“, er Gnúpverjaafréttur, lengstu fjárleitir á Islandi. Innstu leitir eru í Arnarfelli; heitir ]>að Langaleit. Leitarmenn neðan úr Flóa eru 12 daga að heiman.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.