Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 19
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 13 4. mynd. Fossinn Búði. T. v. á myndinni er Búðaberg, sem áin liefur grafið sig í gegnum á síðari öldum. T. h. sér í Árnesið. — Ljósm. Jón Jónsson frá Þjórsár- holti. Austan ár er Holtamannaafréttur. Fremsti, þ. e. syðsti, hluti hans er Búðarháls og Sultartangi. Áður fyrr hét Holtamannaáfréttur Þjórsártungur, og þá væntanlega talað um Ytri- og Eystri-, núver- andi Þóristungur hafa því verið þær eystri. Allt lrá Sóleyjarhöfðavaði og fram að vöðunum í byggð, Gauks- höfðavaði og Hagavaði, eru engin vöð talin á Þjórsá. Það kemur skýrt frarn af nöfnum fossanna, að leitarmenn hafa ekki talazt mikið við yfir ána. Á 40 km kafla íyrir neðan Eyvafen fellur áin um 280 m og þar eru þrír myndarlegir fossar. Efsti fossinn heitir Hvanngiljafoss á máli Holtamanna og Áshreppinga, en Gnúpverj- ar nefna hann Kjálkaversfoss. Næsti foss heitir Dynkur utan ár, en Búðarhálsfoss að austan. Fremstur (syðstur) er Gljúfurleitarfoss. Nöfnin Kjálkaversfoss og Búðarhálsfoss eru víkjandi og mættu all- ir við una. Dynkur er mestur, eiginlega safn margra fossa. Gljúfur- leitarfoss er 28 metra hár og meðal glæsilegustu fossa landsins. Því er haldið fram, að útilífsverðmæti í Gullfossi í Hvítá í Árnessýslu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.