Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 21

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 15 októberflóðunum, þá seytlaði vestur yfir. En það er engin nýlunda; Þjórsá gerir það að minnsta kosti einu sinni á ári að meðaltali. B úrfe l Isvirkjun. Hjá Búrfelli steypist Þjórsá út af hraunlögunum liverju á eftir öðru, í kaststrengjum og fossum, Tröllkonuhlaupi og Þjófafossi. Hún fer eiginlega í hálfhring um Búrfell, suður með því að austan og norður með því að vestan, meðan hún er að slengjast út af hrauninu og flýja hraunröndina. Þarna er 130 metra fall í ánni á stuttri leið. Það er í raun og veru þetta fall, þykkt hraunsins og hæðarmismunur undirlagsins, sem á að virkja, með því að skamm- tengja ána norðan Búrfells. Brotið er blað i sögu Þjórsár með lögum Alþingis frá 11. maí 1965 „Um Landsvirkjun '. Sjötta grein þeirra laga kveður svo á meðal annars: „Landsvirkjun er heimilt að reisa allt að 210 þús. kW raf- orkuver í Þjórsá við Búrfell ásamt aðalorkuveitum og gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatnasvæði Þjórsár ofan virkjun- arinnar til þess að tryggja rekstur hennar." Til samanburðar má geta þess, að orkuverin öll þrjú við Sog eru 89 þúsund kW, og virkjanir Laxár 12,6 þúsund kW. Ef frá er talinn smápollur, sem myndast norðan Búrfells, er virkjunin, sem fyrirhuguð er, algjör rennslisvirkjun, þ. e. a. s. hún er liáð rennsl- inu og duttlungum Jaess eins og Jiað er á hverjum tíma. Á aurunum vestan undir Búrfelli hleður Þjórsá í sig á hverjum vetri. Þykkt íshrannarinnar er frá 10 til 15 metrar og að magni til verður hún af stærðargráðunni 40 milljónir rúmmetra. Hún er rnynduð úr ísskriði, sem berst niður ána, að verulegum hluta kom- ið úr Tungnaá. Landfræðilegar aðstæður, beygjur og Jrrengsli, valda því að áin hleður þarna í sig. Nú er aðgætandi, að aðalmagn þessa ísskriðs fer einmitt um þversniðið þar sem rafstöðvarstiflan á að ltoma. Má því öllum vera ljóst, að annað hvort verður að gera Jiær ráðstafanir ofar í farveginum, þrengja hann, byggja stíflur og fá lagnaðarís til að hindra ísskriðsmyndun, eða gera mannvirkin jDannig úr hendi, að ísinn haldi leiðar sinnar óáreittur og safnist upp á sínum stað. Það kostar vatnsfórnir. Hið þriðja, að virlijunar-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.