Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 24

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 24
18 NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN nafnið „óbilgjarna klöppin". Áveitan varð mikil lyftistöng fyrir búskap Skeiðamanna. Vatn til Skeiðaáveitnnnar er þannig tekið úr Þjórsá. Flóaáveitan, sem tók til starfa 1927 og var tröllaukin lramkvæmd á þeim tíma, fær aftur á móti vatn úr I-Ivítá, gegnt Hestfjalli að sunnan. Samgöngur. Þjórsá var brúuð árið 1895 (hengibrú) og brúin endurbyggð 1949 (stálgrindabrú). Til vígslunnar 1895 komu 2300 manns og lifir brúarvígslan í minnum elztu manna sem merkasti atburður austanfjalls. Þegar mannfjöldi vígsluhátíðarinnar 1895 fór út á brúna kýttust burðarjárn stálvíranna niður í endastöplana, sem voru ekki enn orðnir fullliarðnaðir hið innra. I þúsund ár hafði Þjórsá verið mikill og erfiður farartálmi. Að- allega var hún farin á ferjum, en einnig riðin á vöðum og gengin á ísi. Sökum þess hve Þjórsá fellur Ijreitt, eru mörg vöð á henni í byggð. Efsta vaðið er Gaukshöfðavað, þar er nokkur hætta á sand- dyngjum. Nokkru framar (neðar) er Hagavað á hraunklapparbroti undan bænum Haga. Bæði eru vöðin djúp, aðeins fær þegar lítið er í. Bezta vaðið er Naulavað. Það hefur verið notað fram á síð- ustu ár, enda er langt á brúna. Vaðið er nokkru ofan við Árnes. Þjórsá er þar í kvíslum og er samanlögð breidd þeirra kílómetri. Þá er Holtavað, sem getið er í Njálu. Staðsetning þess er óljós. El' til vill lá það yfir Þjórsá út í Árnes. Þá er einnig möguleiki, að það sé sama vaðið og nú heitir Nautavað. Þriðji möguleikinn er reynd- ar sá, að það sé örskammt neðan við Nautavað, á sama hraunflák- anum, en Minni-Vallalækur falli til Þjórsár úr austri á milli vað- anna. Gamlir og grónir götuslóðar, sem liggja til árinnar að aust- an, benda til þess. Holtavað dregur nafn af sveitinni austan Þjórsár, en hún hét til forna Þjórsárholt. Nú er sagt „í Holtum" um hluta hinna upphaflegu Þjórsárholta. Nafnið „Nautavað“ er yngra eða frá því um 1200. Talið er að það dragi nafn af strokunautum, er átti Páll biskup. Biskup hafði bú í Skarði í Landsveit. Nautin voru að strjúka frá Skálholti og römbuðu yfir ána og fundu þannig vað- ið. Ekki veit ég það, hvort saga þessi hefur við rök að styðjast. E. t. v. er Páll biskup og Skarðsbú hans dregið inn í þessa þjóðsögu vegna áhrifa frá harmsögu mikilli, sem er staðreynd. f vatnavöxt- um að vorlagi, er Herdís Ketilsdóttir, biskupsfrú, ásamt dóttur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.