Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 34

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Tveim árum síðar fannst iieil hauskúpa með áföstum, samkynja hornum. Kom þá í ljós, að hér var um skriðdýr að ræða. Fram að þeim tíma liöfðu engin hyrnd skriðdýr fundizt. Síðan hafa fundizt margar beinagrindur þessa dýrs, senr nefnt hefur vei'ið nashyrnings- eðla, eða á vísindamáli Triceratops. Þessi eðla hefur haft 3 horn, tvö ofan við augun og hið þriðja á nefinu. En til hafa verið ýmis afbrigði af nashyrningseðlunni. Sennilega hefur verið liér um sérstaka ættkvísl að ræða, og til hennar talizt nokkrar sjálfstæðar tegundir. Árið 1914 fundust í Alberta-ríki í Kanada beinagrindur af slíkum eðlum, og höfðu þær haft aðeins eitt horn á hausnum, nánar tiltekið á nefinu. Tennur dýrsins sýndu, að Jrað hefur verið jurtaæta, og ennfremur, að það hefur ekki malað fæðuna á milli tannanna, heldur gleypt hana sundurhlutaða. Þessi tegund hefur verið uppi síðast á Krítartímanum. Allar nashyrningseðlur voru þannig skapaðar, að út úr höfðinu að aftan var vaxinn heljarmikill beinkragi, er lagðist eins og felling niður um hnakka og háls dýrsins. Vegna þessa sköpulags sýndist höfuðið vera lengra en það var í raun og veru. Ein tegund eðlanna hefur haft 6 horn á hausnum og hafa þau vaxið í hálfhring upp í gegnum afturrönd beinkragans. Dýr þessi hafa því verið heldur ófrýnileg ásýndum. Líkamslengd þeirra var 8—9 metrar, og ætlað er að hauskúpan ein út af fyrir sig hafi vegið tvær smálestir. Og enn kom ein tegund af nashyrningseðlum fram í dagsljósið austur í Mongólíu. Var hún frá Krítartímanum. Þetta gerðist á árunum 1922—1930, en þá lét Náttúrugripasafn New York-borgar gera út mikinn leiðangur í austurveg. Þessi rannsóknarför gaf ágæta eftirtekju. Þá fyrst tókst mönnum að finna trölleðluegg, ekki bara eitt egg, heldur fundust heil hreiður, og voru beinagrindur af fóstri í sumum eggjunum og sömuleiðis af ungum, nýskriðnum úr egg- inu. í námunda voru svo beinagrindur fullorðinna dýra. Umrædd tegund er talin til nashyrningseðlanna, en er þó hornalaus. Ætlað er, að hún sé formóðir hornóttu tegundanna. Vísindaheitið Proto- ceralops, sem hún hefur hlotið og þýðir frumhyrningur, á þó ekki vel við. En hvað er það meira en að telja nauðkollóttar sauðkindur til slíðurhyrninga? Egg frumhyrningsins reyndust vera 15 cm löng. Hafði þeim verið orpið í meðalgrófan sand, og raðað í hvirfingu. Síðan hefur sólarhitinn verið látinn sjá um útungunina. Sam- tímis frumhyrningnum hefur lifað á þessum slóðum tvífætt eðla:

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.