Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 37

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 31 6. mynd. Flugeðla. legar beinagrindur af þessari eðlu hafa fundizt í Montana, nyrzt í Bandaríkjunum. Hafa beinagrindurnar verið settar upp í Náttúru- gripasafni New York-borgar og eru þar almenningi til sýnis. Stein- gerð fótspor eðlunnar mældust 79 cm á breidd og 76 cm á lengd — mjög svo myndarleg spor! Önnur ráneðla, Gorgosaurus, 9 metra löng, var uppi seint á Krítartímanum. Mætti skíra hana hrœeðlu, því að ætlað er, að hún hafi nærst mikið á skriðdýrahræjum. Ann- ars var hún lík Tyrannosaurus að mörgu leyti, en var öllu klunna- legar vaxin. Á framfótunum voru aðeins tvær tær (á Tyrannosaurus voru tærnar þrjár). Beinagrindur af hræeðlum hafa fundizt í Al- berta-fylki í Kanada. Svaneðlur lifðu í sjó og hafa sennilega haft fisk sér til viðurværis. Búkurinn á þeim var lítill með fjórurn bægslum, en hálsinn ægi- lega langur, með 76 liðum. Hafa eðlur þessar sett met í hálsliða- fjölda, Jdví engin önnur skepna, hvorki lífs né liðin, hefur liaft svo marga hálsliði. Stærstu tegundirnar urðu 13 metra langar. Ráneðl- ur, sem lifðu í sjó samtímis svanaeðlunum voru hinar svokölluðu hvaleðlur, er einnig hafa verið nefndar fiskieðlur (Ichthyosauria). Munu þær liafa verið dreifðar um öll heimsins höf. Sumar þeirra hafa verið afar grimrn rándýr, enda allt að 14 metrar á lengd með 200 beittar tennur í kjaftinum. Hvaleðlur höfðu fjögur bægsli, lóð- réttan sporð og slétta húð. Þær fæddu unga, önduðu með lungum og urðu því að korna upp úr sjónum við og við til að anda. Enn- fremur má nefna slöngueðlur. Það voru einnig ráneðlur og lifðu

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.