Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 41
N ÁT T Ú R U F R Æ ÐIN G U RIN N 35 útflutningur er frá Súdan, Uganda, Nígeríu og Vestur-Pakistan. Oft er þriðjungur uppskerunnar í Bandaríkjunum einum. Vinna svertingjar mjög mikið við baðmullarræktina og hafa lengi gert eins og alkunnugt er. Flokkar farandi verkamanna færa sig frá suðri til norðurs á haustin, því að uppskeran byrjar vitanlega fyrst syðra. í Mið-Grikklandi og víðar í Suðurevrópu er nokkur baðmullarrækt og í seinni tíð einnig í Rúmeníu, Ukraínu, Krím og N.-Kákasus. íslendingar gengu öldum sarnan í ullarklæðnaði aðallega. Svo kom baðmullin létt og ódýr á markaðinn. Hún er að vísu ekki nærri því eins skjólgóð og ullin, en seldist samt afar mikið. Nú eru stöðugt framleidd ný og ný gerviefni til fatagerðar og enginn veit hve lengi baðmullin Jieldur velli. Ull, hör og skinn liaíá verið notuð til klæðnaðar í þúsundir ára víða um lieim og hér allt frá landnámsöld. Saga lraðmullarklæðanna er stutt á íslandi, varla aldargönnd að kalla. Hverju klæðast menn í framtíðinni? 11. Nellar (Urtica). Margir liafa lrrennt sig á netlu og þekkja hana ætíð eftir það. Þeir fálma í Jiina grózkulegu netlubrúska, en netlan beitir óðara vopnum sínum eftirminnilega. Kýr og kindur eru forvitnar og reka í liana snoppuna, og taka stökk aftur á bak og forðast síðan netlur alla ævi. En hænsni smjúga gegnum brúskana ósködduð. Fáar jurtir á íslandi segja jafn óþyrmilega til sín og netlurnar. Þistill og rósir ljera hvassa þyrna og geta stungið illilega, en óliætt er að þreifa á öðrum íslenzkum jurtum að skaðlausu. Netlan er kunn í þjóðsög- nm. Það þótti t. d. heillaráð að flengja galdramenn með netlu, og satt mun vera að þá hefur lengi rekið minni til þvílíkar hýðingar, og hafa kannski séð að sér. Á íslandi vaxa tvær netlutegundir: Brenninetla og stórnetla, öðru nai'ni tvíbýlisnetla, báðar upprunalega útlendir slæðingar. Báðar bera allstór, gagnstæð, tennt lrlöð á ferstrendum stöngli, alsett grófum brennihárum, er valda sviða, þegar snert er við þeim. Blóm- in eru í smáhnoðum, ósjáleg, grænleit (sjá Flóru). Brennihárin eru liol innan, með ögn gildari, boginn odd. Við snertingu brotnar oddurinn af á ská og sjálft hárið, sem nú er orðið oddhvasst, stingst inn í húðina, situr þar fast og vætlar úr því eiturvökvi í sárið og veldur í senn sviða og kláða. Þessi útbúnaður allur minnir á Jiola liöggormstönn. Kísilkenndur hároddurinn festist líka í húðinni.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.