Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 43
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 37 dúkur, er aí öðrum uppruna. — Giktarsjúklingar hafa sums staðar allt fram á okkar öld verið barðir með netlu í l.ekningaskyni. — Súpa og grautur er soðinn úr netlu og Svíar o. fl. hagnýta hana jafnvel senr salat, enda er hún bæði steinefnarík og fjörefnaauðug. Netlan er stundum þurrkuð til vetrarneyzlu og þá látin í vatn nokkra tíma fyrir suðu. Líka eru þurrkuð blöðin notuð í te. Sumir telja netluna kennda við net og bönd. Kannski hefur netlugarn einhverntíma verið notað í net? — Netluleifar hafa fundizt í göml- um rústum á Bergþórshvoli. Var hún illgresi, eða ræktaði Njáll hana í garði sínum til netludúksgerðar? INGÓLFUR DAVÍFISSON og INGIMAR ÓSKARSSON: Garða- gróður, 2. útgáfa, aukin og endurbætt. 480 bls. með fjölda mynda. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja hf. Reykjavík, 1968. Þessarar nýju útgáfu bókarinnar hefur verið beðið með eftirvænt- ingu, enda hafa breytingar þær, sem á henni hafa verið gerðar, ótvírætt aukið gildi hennar. Allmörgum tegundum, sem nefndar eru í 1. útgáfu, hefur verið sleppt, en í þeirra stað koma nýjar, sem reynzt hafa harðgerðar í ræktun. Bætt hefur verið við mörgum mynd- um, einkum litmyndum, og gefa þær bókinni sérstakan glæsileik. Þá hafa margir sérkaflar í fyrri hluta bókarinnar verið endurritaðir með tilliti til breyttra aðferða og aðstæðna í ræktun. Og til að auka hagkvæmni hefur fyrirsögnum um einstcik ræktunaratriði og fleira verið komið lyrir á spássíu. í fám orðum sagt er bókin hin eiguleg- asta, pappír ágætur og prófarkalestur og annar frágangur í bezta lagi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.