Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 45
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 39 fjallshryggur, sem hefst um 3—4 kílómetra norðan Ljósavatnsskarðs. Hæð þess er mest 343 metrar á nyrðri hnúknum, syðri hnúkurinn 315 metrar, meirihluti þess er undir 300 metrum. Fellið er að mestu gróið fjalldrapa og lynggróðri, nema að austan, þar er það vaxið allgóðum birkiskógi. Efstu hnúkar þess eru ógrónir. Skiptast þar á rnelar og bergkollar. Á melunum, sem að mestu eru þaktir venjulegum grágrýtissteinum, eru víða vikur- og hraun- kenndir steinar. Þar sem sér í fast berg er það ýmist móberg eða mjög þétt blágrýti, svipað goseitlum, sem eru víða í Hljóðaklettum við Jökulsá á Fjöllum. Dálítil lægð er ofan í ytri hnúkinn og á rnilli hnúkanna er talsverður mýrarblettur með smátjörn syðst. Hvort tveggja getur bent til þess, að fellið sé eldfjall. Hvergi á bergkollum lniúkanna vottar fyrir rákum eftir skriðjökul eins og glögglega sjást á svipuðum fellakollum austar í sýslunni. Bendir það eindregið til, að gos hali orðið í fellinu seint á ísöld. Sunnan til í Kinnarfelli að vestan eru greinileg vatnsborðsmerki á tveimur stöðurn, og þegar hæfileg snjóföl er á, má greina stig- hækkandi láréttar línur í því, sem ná upp undir brún. Geta það naumast verið annað en vatnsborðslínur forns stöðuvatns. Hafi eldgos orðið þarna undir jökli, þá mun það hafa orðið með líkum hætti og við Surtsey, að gosefni hefur að mestu verið móberg, sem hlaðist hefur þvert ylir dalinn og einungis hæstu kollarnir myndað fast berg. Þar sem móbergið er venjulega laust í sér, mun vatn og önnur eyðingaröfl fljótlega iiafa eytt því beggja megin fellsins, og því munu vatnsborðslínurnar þéttar og óskýrar ofan til. í um 130—140 m hæð ylir sjó og aftur í um 100 m hæð virðist vatnsborðið hafa stöðvast nokkurn tíma, þar eru línurnar skýrar. Annað sem bendir í sömu átt, er hóll einn mikill, Torfahóll að nafni, sunnan Djúpár, þar sem þjóðvegurinn liggur yfir hana. Hann er um 8—12 metra á hæð og allur myndaður úr fínum sandi, sem liggur á láréttum lögum. Eru mestar líkur til, að hann sé leifar af botnfalli þessa stöðnvatns. Ljósavatn er austast í Ljósavatnsskarði. Það virðist myndað af skriðjökulstungu, sem þar hefur dagað uppi í ísaldarlok. Til þess benda hinar miklu jökulöldur norðvestan vatnsins og einnig botn þess, sem er mjög sérkennilega lagaður. Milli bæjanna Arnstapa og Stóru-Tjarna sunnanmegin skarðsins eru stórkostlegir hólar, sem munu vera leifar af skriðu eða fram-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.