Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 50
44 NÁTTÚRU FRÆÐ I NG U R I N N 2. mynd. Lambagras. kemst, nema harðaseigjur og lioltarætur“, segir gamalt mál- tæki. E. t. v. hefur þar verið átt við rætur tveggja jurtateg- unda? Líka getur verið um samnefni og nafnarugling að ræða. Væri fróðlegt að fá upp- lýsingar um þessi nöfn. Og hve breiða lamliagrasþúfu haf- ið þið séð, -10-15-25 cm í þvermál eða meir? Til fjalla blómgast lambagras langt frarn á sumar. 12. júlí 1966 sá ég stórar breiður af blómguðum lambagrasþúfum á melarindum á Oxnadalsheiði, skammt frá veginum. Hinar fagurlega ljósrauðu þúfur beinlínis lýstu upp umhverfið. Er þetta „fjallaljós“ Jónasar Hallgrímssonar? Kannast nokkur nú við nafnið fjallaljós á einhverri jurt — lambagrasi, Ijósbera eða einhverri annarri? Lambagrasþúfur, eða breiður alblómgaðar, hafa verið sóttar upp á heiðar til skreytinga á blómasýningum og þótt þar bera af flestu. Afblómgaðar, grænar þúfurnar eru líka sérkennilegar. Fræin l júka úr aldinhýðunum og dreifast, en bæði hýðin og fræin geta einnig borizt með vatni, t. d. með ám og fjallalækjum. LambagTas vex víða um Evrópu; niður að sjó norðantil, eingöngu uppi í fjöllum sunnantil. Það er algengt á Grænlandi. Vex í fjöllum N.-Ameríku, langt suður eftir; einnig í norðausturhéruðum Asíu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.