Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 52

Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 52
46 NÁTTÚ R UFRÆÐINGURINN 1. mynd. Langfótungur (Paromola cuvieri (Risso)j. langt norðan við hin eiginlegu heimkynni hennar. Eitt eintak hefur t. d. veiðzt við vesturströnd Skotlands, annað í grennd við Orkneyjar 1951, hið þriðja VNV af Hjaltlandi 1955 og hið fjórða á fiskislóð- um norður af Hjaltlandi sama ár. Árið 1956 veiddust enn tvö eintök þessarar tegundar á norðlægum slóðum, annað norðvestur af eynni Utsira og hitt á svonefndu Egersundsgrunni, en báðir þessir staðir eru við suðvesturströnd Noregs. Langfótungurinn er tíðastur á töluverðu dýpi. Suðvestur af írlandi hafa veiðzt eintök á 1150—1320 m dýpi, en talið er, að hann sé einna algengastur á 200—600 m dýpi. Stundum hafa þó náðst eintök á mun minna dýpi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.