Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 54

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 54
48 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sitt af hverju Meinloka opinberuð Meinlokur geta verið ærið lífseigar. Ég komst að því hér á dögun- um, að eina slíka hef ég gengið með í nokkra áratugi og hefur hún valdið meinlegri villu í greinarkorni, er égskrifaði í 1. hefti Náttúru- fræðingsins 1966. Þar er getið píptdaga rása, sem eru lor eftir trjá- stofna, í blágrýtislagi í gljúfurmynni Valagilsár og birtar myndir af. Þessi trjáför fundum við Guðmundur Sigvaldason, er við vorum þarna á ferð með norræna jarðfræðinga í ágúst 1966. En það var ekki fyrr en nú í sumar, er ég var þarna aftur á ferð með norræna jarð- fræðinga, að bílstjórinn okkar, Valdimar Ásmundsson, fræddi mig á því, að það gil, sem ég í greininni nefndi og alltaf heli haldið vera Valagil, er í rauninni Kotagil, gil Kotár. Þar er sem sé þessi trjáför að finna, og þar er ráðlegt náttúruskoðurum að staldra við og skoða þetta næsta sjaldgæfa fyrirbæri. Ég tek þó ekki aftur þau orð í upp- hali áðurnefnds greinarkorns míns, að ómaksins vert sé að staldra við hjá Valagilsá og virða fyrir sér gljúfur hennar. Gljúfrið er vel þess vert að það sé skoðað. Og hver veit nema þar sé samskonar trjáför einnig að finna. Sigí(rður Þórarinsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.