Náttúrufræðingurinn - 1971, Page 3
Náltúrufr. — 40. árg. — 4. hefti — 209.—272. siöa — lleykjavik, marz 1971
Guðmundur Kjartansson:
Steinbogar
Inngangur
Þetta greinarkorn er til þess saman tekið að láta nokkurt les-
mál fylg'ja ágætri litmynd af steinboganum á Nyrðri-Ófæru í Eld-
gjá. Sú mynd er enn ein af þeim, sem Náttúrufræðingurinn hefur
nú birt undanfarin ár fyrir hugulsemi og rausn velunnara síns,
Eyþórs Erlendssonar. Aftur á móti hefur greinarhöfundur ekkert
lagt sig fram um að rannsaka steinboga, og má heita, að kynni
mín af þessu skemmtilega náttúrufyrirbæri séu tilviljanir einar.
Orðið stembogi er hér haft í þeirri merkingu, sem ég hef sjálfur
vanizt og ég ætla, að flestir leggi nú í það, en það er: sjálfgerð brú
eða spöng úr hörðu bergi yfir á eða lceli. — Steinbogi var fyrrum
haft í víðtækari merkingu, og eimir eftir af því enn, eins og síðar
verður getið.
Ef flokka skal steinboga eftir uppruna, virðist eðlilegast að fara
eftir því, að hve miklu leyti hvelfingin undir þeim er til orðin
úr lekaæð eða annarri veilu, sem fyrir var í berginu, og að hve
rniklu leyti hún hefur sorfizt í hart berg af völdum öflugrar straum-
iðu, sem þar mæddi á fastara en annars staðar.
Hér á eftir verður að nokkru getið allra þeirra steinboga, sem
ég hef séð hér á landi, og þeir taldir því sem næst í röð eftir mynd-
unarhætti, þannig að byrjað er á einhlítum ,,veilubogum‘“ og
endað á „iðubogum". Allir þessir steinbogar eru á sunnanverðu
landinu, frá Skeiðaiársandi til Borgarfjarðar. í öðrum landshlutum
hef ég haft mjög litlar spurnir af steinbogum og engan séð. Af
þessu má þó ekki draga neina ályktun um útbreiðslu steinboga
eftir landshlutum, heldur um það, hvar ég hef alið aldur minn
og rnest ferðazt. Og naumast er að efa, að einnig hér syðra eru til
miklu fleiri steinbogar en mér er kunnugt um og hér verða taldir.
En þökk væri mér á nánari fréttum um steinboga, hvar sem er á
landinu.
14